Aumkunarverðir Bush og Blair
Ég er að velta fyrir mér hvort er verra fyrir þá kauða að þurfa að játa að hafa verið svo einfaldir að hafa trúað bullinu um að Saddam kallinn (þessi með skeggið sem þeir lýstu uppí) væri með öll þessi gereyðingarvopn í startholunum og þyrfti bara 45 mínútur til að eyða heiminum eða hvort þeir hafi bara vitað þetta allan tíman en verið svo illa innrættir að þeir hafi bara þóst trúa þessu.
Reyndar þá held ég að að þó Bush beri nú ekki alltaf vitið í trogum þá hafi hann verið að beita bellibrögðum og verið fullkomlega kunnugt um að Saddam ætti engin alvöru vopn en Blair greyið var frekar plataður enda hefur mér alltaf fundist hann virka sem frekar einföld sál.
Svo er hinn rökfasti Bush líka ennþá með sín rök á hreinu. Það skipti ekkert öllu máli segir hann hvort Saddam ætti öll þessi vopn eða ekki. Það sjá allir að það varð að koma manninum frá þar sem hann hundsaði öll fyrirmæli sem hann fékk. En fyrirmælin auðvitað voru flest í þá veru að hann skyldi gera grein fyrir öllum þessum vopnum [sem síðan voru auðvtað ekkert til].
Kannsi er samt Halldór okkar bara bestur. Hann er þess ennþá skylst mér fullviss um að það sé allt fullt af vopnum þarna og líklega tilbúin til notkunar með 45 mínútna fyrirvara. Ætli hann sofi á nóttunni fyrir þessu?
Auglýsingar: Vanis sápa. Það sem er auglýst með svona ömurlega leiðinlegum hryllingi eins og var í sjónvarpinu rétt áðan mun líklega aldrei komast inn á mitt heimili!
En það sem mig langar núna í og skal komast inn á mitt heimili er þetta hérna.
No comments:
Post a Comment