Hver kaus Gísla Martein?
Þetta er ekki illa meint en núna ætla ég að blogga um eitthvað sem mér finnst leiðinlegt og taka mér
Liljuna til fyrirmyndar og tala illa um einhvern leiðinlegasta sjónvarpsþátt í heimi
Hvernig fór Gísli Marteinn eiginlega að því að vera kosinn sjónvarpsmaður ársins eða er þetta ekki rétt munað hjá mér. Hann virkar eins og gamall kaddl sem samt lítur út eins og einhver stráklingur í framan. Ef einhver sjónvarpsmaður líkist honum þá dettur mér helst í hug Invi Hrafn. Eini munurinn á þeim er að Ingvi Hrafn lítur út fyrir að vera svona tvisvar sinnum eldri en ég myndi veðja á að þeir séu samt jafn gamlir.
Þegar Sveppi var kosinn sjónvarpsmaður ársins í fyrra þá kom það mörgum á óvart en allir skyldu hvernig hann fór að því. Hvernig Gísli Marteinn fór að þessu er mér ennþá hulin ráðgáta.
Annars verð ég að játa það að kannski er ég ekki alveg dómbær á þetta þar sem ég er farinn að forðast þennan þátt mjög skipulega en í flest ef ekki öll skipti sem ég hef hlustað á þennan hroða þá hef ég þurft að stilla á eitthvað annað vegna væmnislegs vandræðagangs og almennra leiðinda sem hafa verið þarna. Af og tl nær hann reyndar í fólk þarna til sín sem mig langar mikið til að vita hvað er að segja skemmtilegt og gengur það stundum ágætlega alveg þangað til raupið í honum sjálfum kemur þarna inní og eyðileggur allt.
Það sem mér reyndar finnst undarlegast við þetta allt saman er að áður en hann fór að sjá um þennan misheppnaða þátt þá fannst mér hann yfirleitt skemmtilegur á skjánum. Honum tókst meira að segja oft að gera leiðinlega hluti skemmtilega. Einhvern veginn finnst mér að þetta hafi snúist við hjá honum og núna geri hann skemmtilega hluti leiðnilega.
Síðan þar sem mér leiðist þessi þáttur svona óstjórnlega þá yfirleitt skipti ég á einhverja aðra sjónvarpsstöð þegar leiðindin hefjast eða spila einhvern geisladisk. Það verður síðan oftar en ekki til þess að ég missi af Spaugstofunni. Sem reyndar er stundum dálítið þreytt en á enn langt í land með að ná honum Gísla!
Af öðru miður skemmtilegu sjónvarpsefni þá má reyndar nefna líka:
- Allt bachelors dót
- Jay Leno / hann var reyndar ágætur svona fyrstu 50 skiptin en þá fattaði ég að þetta var allt sama fúla fólkið að krossleggja lappirnar hjá honum
- Fólk með Sirrý
Ætli þetta sé ekki orðið gott í bili.