Thursday, August 28, 2014

Sigkatlar suðauastan í Bárðarbungu

skjalftakort 15-28 agust-katlar


Sigkatlarnir skv. upplýsingum frá fésbókarsíðu Jarðvísindastofnunar færðar inn á jarðskjálftakort sem ég setti saman.

Full upplausn á kortinu er hér.
Ég verð eiginlega að játa að staðsetning sigkatlanna kemur mér talsvert á óvart, eins og svo margt annað! Rauði hringurinn á myndinni er um Gjálp, þar sem eldgosið varð árið 1996 sem olli stóru flóði í Skeiðará. Þetta er því ekkert langt þar frá og nokkuð ljóst að allt bendir til þess að vatn sem þarna bráðnar fari í suður átt.

Á FB síðu jarðvísindastofnunar stendur:

"27. ágúst 2014 kl. 21:56 - upplýsingar úr flugi

Magnús Tumi Guðmundsson, Jarðvísindastofnun Háskólans, skrifar eftir flugferð með TF-SIF:

Suðaustan við Bárðarbungu – nokkur sig, grunn en stór, 4 til 6 km að lengd með hringsprungum.

Hnitin – eru um einum km austan við sigin:
64°33,2N 17°21,8V
64°33,8N 17°23,5V
64°34,2N 17°24,4V
64°34,6N 17°25,7V

Hringsprungurnar eru um einn km að breidd. Tíu til fimmtán sprungur kringum hvora dæld, áætla sigið 10-15 m í miðju siganna. Þessar upplýsingar eru ekki alveg fullkomnar, ekki útilokað að sig sé að myndast á fleiri stöðum, en skyggni og myrkur leyfði ekki nákvæmari eða meiri skoðun."

Sjá: https://www.facebook.com/jardvis?fref=ts

-----
Var upphaflega á FB síðunni minni en fært hingað með dagsetningu skráningar þar.

No comments: