Friday, March 29, 2013

Helsærður eftir fjallgöngu...

... eða reyndar bara hælsærður

Snæfellsjökull, páskaferð HSSR 2013

Það sem var gengið. Rauði ferillinn er trackið sem kom úr GPS tækinu mínu en hinn ferillinn er einhver önnur slóð sem ég fann á internetinu og er líklega leiðin sem snjóbíllinn er vanur að fara þarna upp

Almenn páskaferð HSSR varð bara ein þetta árið. Það var farið á Snæfellsjökul og dagurinn vandlega valinn þannig að skyggni yrði ekkert og ekkert nema helvítis rok á fjallinu! Það var reyndar meinleysisveður þegar lagt var af stað en það hvessti eftir því sem ofar dró. Mættum vélsleðamönnum frá þeim sem eru vanir að rúnta með túrhesta þarna upp á jökulinn. Þeir sögðu aðstæður vera afleitar eða hafa verið það daginn áður. Jökullinn eitt klakastykki og erfiður yfirferðar. Ekki neitt harðfenni heldur bara klaki.

Snæfellsjökull, páskaferð HSSR 2013

Fyrsta pása eða svo á meðan veðrið var meinleysislegt

Við höfðum auðvitað ekki neinn sérstakan áhuga á því að elta snjóbílasóð og fórum okkar eigin leiðir áleiðs upp. Þar var boðið upp á góðan hliðarhalla og á köflum einhverja snjóflóðahættu en samt allt innan marka. Það hvessti alltaf meira og meira og varð svo að lokum skítkalt. Klakinn var hins vegar næstum alla leið upp hulinn góðu snjólagi sme hafði komið líklega nóttina áður. Það brást svo rétt fyrir neðan þúfurnar og varð það til þess að snúið var við. Þetta átti víst eftir allt saman mestmegnis að vera skemmtiferð en ekki bara æfing í að ganga á skíðum eða ekki skíðum upp brekku í vondu veðri án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut. En jú, þetta endaði á að vera hvort tveggja!

Snæfellsjökull, páskaferð HSSR 2013

Hressa liðið sem skildi okkur hin eftir á leiðinni niður!

Niðurferðin gekk að sjálfsögðu bara vel og var skíðað af kappi. Reyndar dálítið eftir búnaði og getu hvers og eins. Margir voru á fjallaskíðum og kunnu með þau að fara. Það var aðallega hressa liðið sem skildi okkur hin eftir. Svo voru aðrir eins og undirritaður sem hafði ekki stigið á svigskíði í heilt ár og var einhvern veginn á dularfullan hátt kominn í plógskíðabeygjustílinn! Aðrir voru á gönguskíðum og var hver með sinn stíl en skinnastíllinn var vinsæll í efri hluta fjallsins þar sem brattinn var meiri. Nú og svo mátti líka alveg vera gangandi þarna líka. Sem sagt allt leyfilegt á fjöllum!

Fellsmörk og panell kláraður!

Fellsmörk og Músahús

Það var farið í Fellsmörk. Kannski ekki í frásögur færandi fyrir utan það að við bræður kláruðum loksins að drita panel innan í kofann á veggi og loft. það er sem sagt búið að klæða kofann að innan í hólf og gólf! Verk sem líklega hófst haustið 2006 eða a.m.k. ekki seinna en það þar sem kærustudagatalið mitt segir að það verk hafði hafist fyrir HK tímabil lífs míns!

Loðbrúskarnir

Svo voru loðbrúskarnir á trjánum og annar gróður bara mjög á sama róli ot þremur vikum fyrr, enda búið að vera kalt og ekkert almennilegt vor í gangi. Tíðarfarið í janúar og febrúar kannski þannig að það var bara eins og vor og hiti langt yfir meðallagi. Svo í mars búið að vera frekar kalt miðað við meðalárið. Svo sem engar skemmdir vegna kulda en laukarnir hans Gunna hins vegar hálf dauðalegir orðnir - enda kannski bara búnir að blómstra!

Það kom annars á óvart að það var snjór út um alla Fellsmörk. Líkur á snjósköðum eru raunverulegar og okkur til mikillar undrunar komumst við ekki alla leiðina upp að kofanum. Sáum einnig ummerki um að líklega Albrecht hafi lent í festu á leiðinni þarna upp. Kenndum festuna við Albreccht því viðkomandi hafði skilið eftir græðliinga og mjólkurfernutré eftir í mýrinni og var Albrecht þar líklegri en aðrir til að eiga hlut að máli!

Snjóskemmdir í uppsiglingu Ófærð!

Svo á bakaleiðinni þá sáum við skemmtilegar skaflamyndanir í Dalbrautinni þar sem skaflar höfðu myndast í kringum trjágróðurinn.

Snjóskaflamyndun kringum trjágróður

Sunday, March 17, 2013

Það var farið á fjöll í dag

Og það var sól!

Hengill með Staka í mars 2013
Fór í löngu planlagða ferð með Stakafólki. Það gekk að mestu leyti bara vel. Dálítið slakur samt á útbúnaðinum fyrir alla í hópnum. Hefði verið snjallara að allir hefðu verið á broddum og með exi. En það varð ekki á allt kosið. Þetta blessaðst samt. Veit ekki alveg hvort það var einhver hætta á ferðum. Í öllu falli ekki nein lífshætta - ekkert þannig fall inni í myndinni.

Ég hins vegar súr út í mitt eigið form. Var drulluþreyttur þegar ég kom niður og er ennþá núna mörgum tímum seinna hálf lurkum laminn og þreyttur í hné. Vona ég sé ekki að verða gamall. En veðrið var osom!

Í gær hafði ég átt að vera með mánðarfjalli FÍ á Akrafjalli en var í staðinn að læra að stjórna hjá HSSR með honum Eyþóri. Það var líka bara gaman!
Some hiking done today in a beautiful weather as one can see from the photo above. I went to the Mt Hengill with some fellows from the Staki work. It was supposed to be an exercise for a hike to Eyjafjallajökull in May. The hiking to day went well but was actually a little bit more difficult than I had expected.

My right knee is still sore and the whole body feels a little bit too tired. I think I will go early to bed this night!

Hengill með Staka í mars 2013

Thursday, March 14, 2013

Looking through the glass - Út um eldhúsgluggann

Út um eldhúsgluggann


Það er einhvern veginn vaninn minn að sitja við gluggann í eldhúskróknum og horfa út um gluggann á meðan morgunkaffið er sötrað. Núna gerist þetta í björtu og verður næstu mánuðina en yfir skammdegið er myrkur.

Í gluggakistunni eru eins konar skuggar fortíðar sem fá að vera þarna einhvern veginn endalaust. Granatepli og tvö ástaraldin sem eru búin að vera þarna lengur en ég kæri mig um að vita og leikskólalegur kertastjaki sem var hannaður sérstaklega þannig að þar væri hægt ða hafa tvö kerti. Svo af nýrra dóti eru líparitflögur sem ég þori varla að segja að séu af Fjallabaki en þær eru það samt alveg óvart. Kannski samt ekkert endilega teknar af friðlandinu. Svo er þarna stærðarinar pikrít moli ættaður frá Miðfelli við Þingvallavatn. Hann var nú bara tekinn úr námunni þar þannig að það flokkast ekki undir umhverfisspjöll en kannski þá frekar undir þjófnað frá námueigandanum.

Tveir kertastjakar úr Ikea ekkert sérlega merkilegir en samt mjög ágætir til að brenna kerti sérstaklega úr Tiger og loks einhverjir tveir undarlegir strangar sem ég man ekki hvaðan komu en annað hvort ég eða eitthvað sem var einhvern tíman bara skilið eftir hjá mér.


It's my habit, sitting in my kitchen in the morning, looking out of the window, drinking my cup of coffee and trying to find out if there is a life… somewhere… outside and perhaps inside my mind.

Now is the time of the year – very short time in Iceland – when I know when waking up if it is to late or if I can sleep a little bit longer. If it is dark outside, then it is still night but if it is not so dark – it is time to get up. In one month time I will not be able to use this light indicator of time because it will be light outside at 6 o’clock in the morning – 5 – 4 and 4 o’clock.

And I have all kind of everything in the windowsill. Most of it is some old stuff reminding me of some old days that will perhaps never come back or what. Those things are such as the glass pot for two candles. Specially made or selected for two candles for the two persons living together and the passion fruit from the same time. And then there are some newer rocks there. Both a rhyolite rock gathered in a great trip in Fjallabak and also a picrate rock from Þingvellir.

Monday, March 11, 2013

Lærdómsklúður

óumbeðinn, kærkominn eða hataður aukadagur til að fá að klára verkefni sem var byrjað allt of seint á... ætlar maður aldrei að læra!

Veit ekki alltaf hvað ég er að hugsa. Hafði alla síðustu viku til að vinna verkefni sem átti þá helst að skilast síðasta föstudag en annars í gær og ég auðvitað byrjaði ekkert á þessu fyrr en um helgina og það var allt of seint. Allt of viðamikið verkefni fyrir það.

Skilaði einhverju drasli í gær og fékk svo reyndar póst til baka um að ég mætti laga þetta til og skila aftur í dag... Gærdagurinn sem hefði átt að vera útivistardagur í frábæru veðri varð innivinnudagur og dagurinn í dag sem hefði nú kannski átt að vera vinnudagur í Staka verður aftur innivinnudagur við þetta verkefni og úti er þetta líka rosalega góða veður. Skil ekki hvað ég er að vesenast þetta!

Sunday, March 10, 2013

Hvernig væri að blogga meira... matarblogg einhvers konar.

Það var elt pasta til hátíðarbrigða á sunnudegi

something for dinner on sunday

Pasta í potti en alls konar góðgæti til að setja með því á pönnunni

Einu sinni fyrir langalöngu... ekki einu sinni heldur oft en það var svona einu sinni samt þ.e. einhvern tíman áður fyrr. Þá bloggaði ég stundum bara matarblogg. Kannski eldaði ég oftar þá... jú líklega. Er eitthvað latari við það núna en samt var þetta ágætt hjá mér núna áðan. Reyndar ekki alveg sáttur þar sem þetta varð ekki alveg eins gott og það átti að verða en slapp nú samt alveg til hjá mér. Pasta með kjúklingu, sveppum, paprikku og lauk. Kriddað með alls konar og svo gusað smá pestó út á.

Er svo annars að vesenast núna - og þess vegna kannski bara að blogga. Á að vera að bjarga því sem bjargað verður í verkefni í Geodýnamik. Veit ekki hvað verður með það verkefni þar sem ég byrjaði allt of seint að vinna það og næ því ekki að gera það að neinu viti fyrir skilafrestinn sem er í dag. Er dálítið súrt. Svo er rafsegulfræðin algjörlega orðin súr og eiginlega bara söltuð líka. Veit ekki lengur hvað verður úr þessu hjá mér.

Thursday, March 07, 2013

Hvernig væri að blogga smá

Fellsmörk - Gólflagning

Nýtt gólf í Músahúsi

Það var farið í Fellsmörk í fyrsta skipti á þessu ári um síðustu helgi. Það var sérstakt verkefni sem lá fyrir. Nú skildi henda inn gólffjölum ferlega fögrum og láta þær prýða gólfið í kofanum. Gunninn hafði kaupt spýtur enda maður sjálfur eiginlega staurblankur. Það gekk vel að segja gólfið í. Byrjuðum á að henda öllu draslinu út úr húsinu og svo var fjölunum bara raðað niður á gólfið - eftir að þær höfðu verið sagaðar í mátulegar stærðir. Þetta gekk því bara alveg eðalfínt. Vorum komnir á staðinn rétt fyrir hádegi og rétt eftir hádegi var stærstur hluti gólfsins kominn. Held að það hafi bara verið síðasta fjölin eða þannig sem var eftir þegar étinn var hádegismatur.

Af músum í Músahúsi er það hins vegar að frétta að þær láta húsið standa undir nafni. Núna var ein feit og pattaraleg dauð og önnur meira og minna étin og dauð og sú þriðja líklega löngu étin. Sú feita var frekar nýleg og því ekkert farin að lykta að ráði en verra var með þá sem fannst ofan í einhverjum taupoka þegar við vorum að fara að fara. Hún var líklega frá því í nóvember. Hafði komist í kaffi og var steindauð og frekar mjög illa lyktandi. Það þurfti að henda einhverjum tuskum en aðrar teknar heim til suðuþvotta. Ojbarsta!

Fellsmörk - vorið sem kom of snemma

Lauf að springa út í fyrstu viku marsmánaðar!

Veit annars ekki hvað ég á annað að blogga. jú þarna austur frá var hérumbil komið sumar eins og sést á myndinni að ofan. Það reyndist þó vera óttalegt frumhlaup því núna í vikunni er bæði búið að vera hörkufrost og hríðarveður. Stórt björgunarsveitarútkall í gær þar sem allt var í einni stórri klessu í henni Reykjavík.

Svo um daginn eða í febrúar var farið á Ingólfsfjall í einu fjalli mánaðar með Ferðafélaginu. Það var bara ágætt en dálítil drulla á leiðinni. Ég hélt svo þar líka jarðfræðipistil sem fór á fésbók. Varð einnig það frægur að pistillinn endaði í útvarpinu viku seinna í þættinum út um græna grundu.

IMG_6848

Í þoku við Inghól uppi á Ingólfsfjalli