Wednesday, February 22, 2012
Símaraunir
Fórnarlambið og sökudólgurinn - Samsung og Verbatim minniskort
Ég veit ekki hvenær símaraunir mínar hófust. E.t.v einhvern tíman á að giska árið 2008 eða 2009 þegar ég fékk nýjan síma frá Skýrr og með þeirri ábendingu frá einhverri sem sá um símana að ég ætti ekki að gera ráð fyrir því að þessi sími myndi endast eins og fyrri símar mínir. Núna væru símar almennt orðnir drasl sem entist ekki neitt. Dálítið eins og ískápar sem voru sterkir fyrir áratugum en eru drasl núna í dag.
Síminn sem ég fékk þarna entist enda ekki nema í nokkra mánuði. Var þá hálfpartinn brotinn í tvennt. Fékk nýjan megaflottan Samsung síma, sem ég sumarið 2010 tapaði úti í Evrópu í eðalgóðri hjólaferð. Það var svo sem ekki símanum að kenna þar sem ég tapaði líka veski með einhverjum smáurum og eins vegabréfinu mínu.
Svo þegar ég kom til baka var ég útbúinn með nýjan síma, fyrst einhverjum Nokia sem ég nennti ekki að nota og síðan Blackberry eitthvað. Var þá orðinn alveg megakúl töffari með sólid uppasíma sem hæfði stöðunni!
Einhverjum mánuðum seinna, fyrir síðan svona ári síðan þegar ég var ekki lengur einn af stjórnendum stærsta upplýsingatæknifyrirtækis landsins heldur bara aumur háskókalanemi þá gafst þessi Blackberry sími upp á þessum heimi vegna smávægilegrar bleytu í gönguferð með FÍ.
Eftir miklar vangaveltur varð fyrir valinu vatnsheldur Samsung sími. Fyrsti GSM síminn sem ég eignaðist sjálfur frá árinu 1995 held ég og bara í annað sinn sem ég verslaði mér síma fyrir minn eigin pening. Var þetta litla ánægður með símann þannig að jafnvel annað fólk keypti sams konar síma fyrir mín orð. En tvennt fór að trufla mig. Ég setti eitthvert minniskort í símann sem virkaði aldrei þar sem síminn virtist aldrei fatta að hann væri með minniskort og svo fannst mér rafhlöðuendingin vera alveg út í hött.
Þetta varð eiginlega þannig að símafjandinn entist ekki neitt og var í hleðslu hverja nótt eða hér um bil það. Jafnvel þó ég talaði ekkert í hann. Var meira og minna sambandslaus ef ég brá mér af bæ sem var einkar óþægilegt þar sem ég á það dálítið til að bregða mér af bæ. Þetta endaði svo með því að sakir stöðugra hleðslurauna var tengið þar sem síminn átti að fá rafmagn farið að gefa sig og virkaði ekki alltaf, sem var frekar vont því síminn var meira og minna alltaf í hleðslu.
Fyrir flugeldasölu síðustu áramóta ákvað ég að fá mér nýjan síma þannig að ég gæti verið í einhverju sambandi. Jæja, nýi síminn virkaði eitthvað skár fannst mér. Prófaði síðan að setja minniskortið fína í símann og það var á sömu bókina lært. Nýi síminn, af Sony-Ericson gerð virtist éta upp rafhlöðuna á einhverjum áður óþekktum mettíma.
Þetta var ekkert eðlilegt því það átti að vera hægt að tala í símann stanslaust í 7-8 klst ef ég man rétt og það var nokkurn veginn það sem síminn entist með því að tala ekki neitt í hann! Ég var augljóslega búinn að afgreiða hann sem ónýtt drasl. Dálítið dapurt að ef maður tekur símann úr hleðlsu fyrur hádegi þá sé hann búinn að vera fyrir kvöldmat!
Var búinn að draga fram gamla brotna símann sem ég lumaði ennþá á frá því símar voru ekki orðnir drasl. Rafhlaðan þar entist í nokkra daga þrátt fyrir að vera frá árinu 2005 og mikið notuð. Ég hafði farið með Samsung skrapatólið í búðina en ekki fengið neina aðstoð aðra en að einhver auli þar þóttist stilla eitthvað sem virkaði ekki neitt.
Ég var alltaf á leiðinni með hann í Elkó en hafði ekki farið enn þegar undrin fóru að gerast í gærkvöldi. Mér tókst að hlaða Samsung símann og ákvað að nota hann núna næstu klukkutímana þá þar sem Sony-Ericson síminn var alveg rafmagnslaus í augnablikinu og mig vantaði síma til að geta talað við einhvern. Gerði ráð fyrir að þurfa að hlaða Samsung aumingjann aftur um kvöldið. En viti menn, Samsunginn hélt áfram að vera fullhlaðinn fram á kvöld, og alla nótt og er líklegast enn fullhlaðinn, þó það sé búið að tala í hann, senda tölvupóst og brávsa net.
Og dinnnng hvað gat verið málið? Ég hafði alltaf haft grun um að það væri símakortið mitt sem væri að valda vandanum þannig að ég var búinn fyrir langalöngu að fá mér nýtt símakort frá öðru fyrirtæki sem virtist ekki skipta neinu máli en núna var eitt öðru vísi við Samsung símann en áður. Hann var ekki með neitt auka minniskort sem virkaði ekki.
Já og til að gera langa sögu stutta þá er ég núna með tvo síma með alveg þokkalega rafhlöðuendingu en á ónýtt minniskort sem virðist ekki gera neitt annað en að éta rafmagn í massavís.
Eftir stendur tvennt. Ég er auli og þeir í Samsungsetrinu sem seldu mér þetta minniskort með Samsung símanum eru ekki starfi sínu vaxnir og í þá veiðistöð mun ég aldreigi stíga fæti mínum framar.
Síaðn þá til viðbótar má geta að Sony-Ericson síminn virtist ekki skilja internetið alennilega eða átta sig á því hvert hann ætti að sækja upplýsinar um tengingar sem Samsung síminn gerir. Það gæti því verið að ég yrði eitthvað iðnari við að nota svona netmöguleika þessara síma minna í framtíðinni.
En fúlast fyrir utan að hafa þurft að kaupa þennan Sony síma er að Samsung síminn virðist ekki vilja hlaðast lengur, tengið eitthvað orðið sambandslaust, enda er ég búinn að eiga símann í um eitt ár og á þeim tíma hefur hann e.t.v. verið hlaðinn svona 300 sinnum!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég hef ekki mikið álit á Sony vörum, mín reynsla og margra annarra er að Sony vörur séu ekki góðar yfirhöfuð. Ég myndi frekar velja öll önnur merki en Sony.
Mér finnst nú reyndar almennt að allir þessir símar sem ég notað síðustu árin séu rúmlega hálfgert drasl. Á ekki von á að þessi Sony sími geti reynst meira drasl en aðrir.
Post a Comment