Friday, February 24, 2012

Erfitt að vera fatlaður


Mynd tekin á símann minn, þegar hann fór að virka.

Dálítið undarlegt hvernig á að skilja þetta skilti. Í fyrsta lagi er greinilegt að ekki er gert ráð fyrir að stúdentar geti verið í hjólastól. Það er eitthvað öðruvísi fólk. Síðan er best fyrir stútenda að láta þessar dyr vera því þar er bara kuldi og trekkur sem er best að láta bara eitthvert hjólastóla lið eitt um að þjást í.

Held að þessi orðsendign sé áfellisdómur yfir annars vegar verkfræðingunum sem hönnuðu þessar dyr og hins vegar yfir þeim miður góða hagyrðingi sem orti skilaboðin!

No comments: