Monday, February 20, 2012

Bolludagur

VMM_5152
Rjómabollur eru góðar

Það er víst komið fram yfir miðnætti, þrjár mínútur eða svo og þá er kominn bolludagur. Þrátt fyrir alla vísindahyggju þá finnst mér nú samt ekki koma neinn morgundagur fyrr en ég druslast á fætur einvhern tíman í fyrramálið. En í dag, sunnudag semsagt var bolluát. Mamman manns bauð til bolluáts til Ragnhildar sem var svo ekki heima þegar ég kom kom þangað. Frekjaðista að leggja Ventónum í þeirra eðla bílastæði, sem var auðvitað óttaleg frekja en það er ekkert af bílastæðum í Kópavoginum þarna.

Það var ágætt að borða bollur og allir urðu að lokum kátir en ein ekki fyrr en eftir að hafa fengið bollu með súkkulaði og sultu en alls engum rjóma. Sú yngsta vildi hins vegar rjómann með. Ég át þetta síðan allt saman!

VMM_5174
Með sultu á!

No comments: