Sunday, February 19, 2012

Stóri-Dagur HSSR

VMM_5007

Séð yfir krókódílavatnið en þarna yfir þurftu þátttakendur að koma gínu á sjúkrabörum með línubrú.

Það er víst alltaf eitthvað að gerast. Í gær var Stór-Dagur HSSR - sá fyrsti hugsanlega í röð margra slíkra árlegra daga. Reyndar núna í tilefni 80 ára afmælis hjálparsveitarinnar en þá bara á næsta ári í tilefni 81 árs afmælis sveitarinnar. Hún á jú afmæli á hverju ári. Og hugsanlega verður hefð að það verði seinna árs nýliðar sem sjá um þennan atburð. Núna kom ég því í öllu falli til leiðar að það voru mínir annars árs nýliðar sem sáu um þetta og gerðu það af miklum myndarskap eins og reyndar var búist við. Held ég sé dálítið montinn af nýliðuinum mínum. Þó efniviðurinn fyrirfram segi kannski hvað mest þá í öllu falli þá sýnist mér að okkur Ásgeiri hafi ekki tekiðst að klúðra þessum ágæta efniviði.

VMM_4963

Einn hópurinn tekur á því, í böruburði

No comments: