Það var aftur gengið á fjall í dag. Fór reyndar á Dýjadalshnúk Esjunnar á þriðjudaginn með HSSR liðum, aðallega nýliðum. En núna var farið á Grímarsfell með Ferðafélaginu hvar ég er að leiðsegja. Skemmtilegt verkefni og til að gleðja mitt geð þá fékk ég nýtt dót frá FÍ, forláta talstöð til að rabba í við hitt fólkið. Er sem sagt orðinn vörslumaður talstöðvar frá Ferðafélaginu.
Ferðin var fín, ennþá fleiri en á Helgafelli síðasta mánuði en alls taldist hópurinn núna vera 138 manns. Dágóður slatti þar á ferð!
Dálítið skondið að þetta er síðan eitt af þeim fjöllum sem ég veit ekki hvað eiga að heita. Ég kalla það yfirleitt Grímarsfell en á kortum stendur ýmist Grímansfell, Grímarsfell, Grimmannsfell, Grímannsfell,
En þar uppi er hins vegar Flatafell, Háihnúkur (eða stórhóll) og Hjálmur (Kollhóll). Er það von að leiðsögumanninum geti vafist tunga um tönn.
Myndír úr ferðinni er með smellingu að neðan:
Aðeins um jarðfræði Grímarsfells
Kortið að ofan fæst stórt ef smellt er á það. Er af Jarðfræðikorti Suðvesturlands, gefið út af Ísor 2010.
On the map you can see Grimarsfell, the mountain we were climbing. You can also see the black triangle line on the upper part of the map. That line is marking the edge of the caldera of Stardalur cerntral volcano. One could quite easily imagine the other edge of the caldera be very close to the mt. Grimarsfell. And also the yellow spot in Grimarsfell is Rhyolite rocks and is most likely originated from partial crystallization or melting in the central volcano… but at the moment, just my suggestion.
Í ágætum jarðfræðipistli þeirra bræðra Örvars og Ævars kom fram að Grímarsfell sé tengt Stardalsmegineldstöðinni en miðað við jarðfræðikort Ísor að ofan þá sjást öskjubarmar þeirrar megineldstöðvar við Móskarðahnúka handan Mosfellsdalsins. Miðað við sveigjuna á öskjubarminum þá má ætla að Grímarsfellið hafi verið nálægt öskjubarminum hinum megin. Í hlíðum fjallsins eru hraunlög, merkt með grænum lit á kortinu og eru þau hraunlög eldri en efsti hluti fjallsins þar sem er móberg. Samkvæmt jarðfræðikortinu er móbergið eldra en 700 þúsund ára sem passar ef miðað er við að Stardalseldstöðin hafi verið virk fyrir 1-2 milljón árum síðan. Grímarsfellið er því í raun sambland af því að vera móbergsfjall og rofinn jarðlagastafli. Mosfellið sem er yngra er hins vegar móbergsfjall í heild sinni, ólíkt öðrum fjöllum á svæðinu. | Here is some information about the geology of Grimarsfell. First I must give some explanation in English, what this is all about. Above is an explanation of a hiking tour where I was one of the guides to a small mountain called Grimarsfell, close to Reykjavik. It is a part of a one year long project from The Icelandic travelling club, “Ferðafélag Íslands” were people climb one mountain each month. And now I will give you some geology information about that mountain. First, the mountain is related to the Stardalur central volcano and the mountain itself is a small volcano. The twins who are among other people guiding with me found somewhere the Stardalur central volcano was active one and two million years ago and from the geology map above one can see the volcanic tuff on the top of the mountain is older than 700ka (ka=thousands of years) that is from before the brunhes (paleomagnetism) epoch. But the lower part of the mountain is made of basaltic lavas but eroded by the ice age glaciers. I do not have exact information about when this area was covered by ice for the first time but Hvalfjordur, the next fjord that is very close was covered by ice more than two million years ago. So I would say this mountain is a combination of a hyaloclastite mountain and eroded basaltic lava stack. PS I’ writing this English both to be informative for people reading the blog but also for practicing my English – so feel free to comment about geology, use of English and everything! |
No comments:
Post a Comment