Friday, February 10, 2012

Að hafa helst til of mikið að gera

Þessi vika sem er að klárast er annars búin að vera hin uppteknasta. Ekki endilega viðburðaríkasta en hins vegar hef ég haft helst til of mikið að gera. Við bættist svo að tvö fyrirtæki vilja fá mig í einhverja vinnu fyrir utan það sem var áður komið. Annað fyrirtækið vill mikla vinnu í stuttan tímka en hitt fyrirtækið vill litla vinnu í langan tíma. Þetta endaði svo með þeim ósköpum að ég ákvað að slaufa einu faginu. Það varð Eldfjallafræðin hennar Gro sem mundi merkilegt nokk eftir mér úr JÖRFÍ ferð þar sem ég mætti í Jökulheimapartýið en ekkert meir. Ekki mundi ég nú eftir henni. Það fag gengur annars vel eins og blómstrið eina. Ég var ekki alveg að finna mig í almennri jarðeðlisfræði en held ég sé búinn að finna mína spýtu þar og Bergfræðin og ég erum helst til of close! Það er kannski helst í rofi og seti sem eitthvað er ekki að virka. Fékk skítlágt á einhverju asnalegu prófi en reyndr fengu allir aðrir sem ég hef hitt líka lágt og lægra en ég þannig að kannski er ég ekkert að klúðra þessu neitt meira en aðrir. Er svo í hópverkefni og varð pínulitið úti á þekju en það var líklegast mest því ég hafði ekki þann tíma sem ég hefði átt að hafa í verkefnið. Er ekki alveg nógu viss um gæði vinnunnar hjá okkur en verður vonandi samt í einhverju lagi.

En fúlt að þurfa að hætta í skemmtilegum kúrs. Þarf e.t.v. að hætta líka í rof- og set kúrsnum. En sjáum til.

No comments: