Sunday, March 04, 2007

Það var haldið upp á ammimæli

Það var mikið um dýrðir

my birthday party
Loksins var famiglíunni bjótt til að gleðjast yfir að minn er orðinn gamall, gráhærður, tann-, heyrnar- og minnislausur kallur. Já aldurinn fer með mann sko!

Það voru eldaðar dýrindissteikur matvunnar af nemendum HK sem klikkuðu ekki frekar en við HK sem kokkuðum þetta. Notuðum meirasegja hina stórvarasömu pönnu frá henni kokku. Það var pati af hreindýri í forrétt og svo bæði meme og mumuuu í aðalrétt en aðallega súkkulaði í eftirrét með kaffi sko. En aðalið var auðvitað að taka upp pakkana eða kannski frekar pakkann. En jú annars. Það voru víst tveir pakkar þó gjöfin hafi bara verið ein. En það var ekkert bara því minin er núna orðinn stjörunskoðunarmaður. Jahjá - barsta komið nýtt áhugamál eða þannig. Fékk sko nefnilega stjörnukíki í ammimælisdöf. Ekki slæmt að fá svoleis þegar það er tunglmyrkvi í algleymingi þarna úti. Notaði náttlega tækifærið og myndaði hann en notaði þá nú reyndar bara stóru myndavélalinsuna mína.
Eclipse - Skuggi jarðar
Stjörnukíkirinn góði er enn í umbúðunum en verður afpakkaður sem allra fyrst og svo er bara að bíða eftir að það létti dálítið til!




....

No comments: