Sem er í frásögur færandi
Hvað er hroðalegra en að vera vakinn af vekjaraklukkuóféti klukkan sex að morgni... nema ef vera skyldi að vakningin væri á laugardagsmorgni. Já, það er margt sjálfskaparvítið sem maður kemur sér í.
Það skyldi mætt á ónefndarn stað klukkan 7:00 hvorki meira né minna og til að það tækist var klukkan stillt á 6:00 en þar sem letinginn hann ég lá í rúminu þangað til tíumínutúryfirsex eitthvað þá mætti maður auðvitað aðeins of seint. En það var nú samt allt í lagi þar sem einhverjir aðrir innan fjölskyldunnar voru enn slakari við að mæta á tilsettum tíma.
Það var enn beygur í manni og manns konu eftir útafakstur seinustu helgar þegar Cesari leiddist að aka á vegum og ákvað upp á sitt einsdæmi að kanna vegkantinn. Til að minnka líkur á stórslysum var úðað tjöruleysi á hjólbarða og svo var haldið af stað yfir ísilagða Hellingsheiðina í skafrenningsbyl. Cesar fór nú hálfpartinn bara fetið og slapp til því hann var fyrstu í halarófu hinna þriggja.
Svo fór þetta hvíta vaxandi en áfram var halt. Fyrirheitna landið var enn langt undan og svo fór að hvessa og svo var komið rok. Lýst var frati á lokaðar sjoppur suðurlandsins og hvergi neinn drukk að fá. Á skógum var spáð í spilin og nokk ljóst að fyrirheitnalandið á Sólheimajökli væri nokkuð snjói hulið en samt var haldið áfram.
þar var allt á kafi í snjó og eftir engan barning var hætti við og plani A breytt í plan B sem breyttist loks í plan C þegar öll hersingin fór í Fellsmörk.
Þar var líka snjór en þar var hægt að fá sér kaffi og það var gert stórsvikalaust. Og að endingu farið upp á heiði eða þannig einhvern veginn.....
....
No comments:
Post a Comment