Sunday, March 04, 2007

Sagan af pönnunni góðu!

Henni Önnu Pönnu sko

The Pan Project
Það er ekki lítið vandaverk að gefa okkur skötuhjúum jólagjafir þar sem við eigum ekki svo fátt en það var ekki slæm hugmynd að gefa okkur glansandi nýja wok könnu þar sem sú gamla var orðin eitthvað hálf beygluð og var svo sem aldrei neitt sérlega merkileg. En það var sú nýja, enda þegar flutt var af Laufivegi þá fékk sú gamla ekki að koma með einu sinni og endaði bara hjá Sorpu!

Svo kom loksins að því að eldað var á þessari merku pönnu og það gekk alveg þetta líka ljómandi vel. Við byrjuðum á að hita einhvern olíugraut á pönnunni samviskusamlega skv. leiðbeiningunum og svo var eldaður kjúlli af lífsins móð og það gekk allt saman glimrandi vel alveg þangað til farið var að skoða pönnuna eitthvað betur. Þá var hún orðin eitthvað hálf undarleg öll. Einhver dularfull húð á henni sem var að flagna af. Svo sem ekki í frásögur færandi nema að þessi helmingur sem var flagnaður af var líklega kominn ofan í okkar maga og einhver staðar las maður að
slíkar húðflögur flokkuðust ekki sem sértök hollusta.

Ekki leist okkur meira en svo á málið en að matarafgöngum var hent og pönnunni varpað inn í innstu myrkur eldhússkápanna og þar fékk hún að dúsa í nokkrar vikur. En svo kom að því að elda þurfti aftur einhvern mat því ekki lifur maðurinn á Subway, skonsum, hamborgurum og pizzum til eílífðarnóns svo er líka eldamennska á pönnukö0kupönnu til lengdar hálf þreytandi!
The pancake used for mushrooms

Nú, það var loksins farið á stúfana í fínubúðina Kokku sem seldi herlegheitin og jú, við áttum víst bara eftir að vinna pönnuna almennilega. Það átti víst að hita hana meira með olíu, setja salt á hana og maka hana alla út. Það var og gert en lítið gekk. Þetta húðarógeð hékk ennþá í flyksum á pönnuskrattanum og við orðin frekar súr. Aftur var hringt í búðina og þá kom annað hljóð í skrokkinn. Sá sem varð fyrir svörum hafði aldrei heyrt um að kúnninn hefði alltaf rétt fyrir sér og benti okkur á að við værum bara aular eða eitthvað þaðan af verra því það væri engin húð á þessari pönnu og hefði aldrei verið. Við ættum bara að fara að elda á henni og hætta þessum óhemjugangi.

Ekki leist okkur meira en svo á þetta að endirinn varða að HK fór með pönnnuna í búðina og enda meðgengu sölumennirnir þá alveg að það væri þessi dularfulla húð þarna sem er víst meira svona eins og upp á punt á meðan verið er að selja pönnuna. En við skyldum bara hita hana betur, maka á hana olíu, salti og kannski tómatssósu sem og var gert.

Húðin fór loksins eitthvað að láta á sjá og að endingu var eldað á henni í gærkvöldi vegna ammimælisveislu sem gekk svo sem en húðin var ekki alveg farin. Endirinn varð að juða yfir hana edikssýru, skrapa hana með stálull og láta hana fá hina herfilegustu meðferð. Loksins lét húðarskömmin sig og varð pannan húðarlaus og svona alveg hin sæmilegasta. Þegar þetta er svo skrifað þá er pannan komin í sérlega eftirmeðferð við innbrennslu olíu og stendur á eldavélinni í góðum olíupolli.

En sem sagt. Þeir sem eignast svona pömnnu frá Kokku þurfa að hafa töluvert af: Olíu, salti, tíma, tómatssósu, stálull, tíma, edikssýri, góðu skapi, jafnaðargeði, síma, tíma og helst eitthvað smá hugmyndaflug ef ekkert gengur!

En pannan er hins vegar að verða hin fínasta heldur égur.


....

No comments: