Sunday, March 25, 2007

Tveir skógarpúkar ...

... fóru á flakk

we call it nestispása
Eftir að álfarnir í Álakvíslinni höfðu slafrað í sig morgunmatinn og appelsínurnar kláraðar og unnið smá eða jú bara fullt þá urðu þeir að fara smá út og hvað annað en að fara í göngutúr um Elliðaárdal.

Reyndar átti þetta fyrst að verða skokktúr enda ekki vanþörf á að ná af einhverju af mörnum sem virðist ætla að fara að hlaðast utan á mann en einhvern veginn varð skemmtilegri hugmynd að fara bara í göngutúrur og það var gert með nesti og alles. Vorum með prímus og pönnu til að brasa okkur skonsur og stefnan tekin á bekk og borð í Elliðaárda.... Til upplýsingar þannig að sá sem les þetta haldi ekki endanlega að við séum að verða brjáluð þá voru þetta sko eiginlega tilbúnar skonsur, keyptar á okkar eðalfínu Essósjoppu en bara mikið betrari eftir að hafa verið hitaðar svona örlítið á pönnu.

Þetta gekk nú svo ekki alveg þrautalaust fyrir sig. Bekkurinn og borðið fannst bara alls ekki sama hvað var leitað og loks var sest einhvers staðar út í skóg og kveikt bál á prímusnum. Pönnuskömmin var svo eitthvað að hrekkja oss og brenndi allt við eins og henni væri borgað fyrir það. Með þrautseigju og lagni tókst okkur samt að hita þetta svona eitthvað, eftir að hafa smurt allar hliðar skonsnanna og voru þær auðvitað alveg eðalfínar.

Ég fæ annars einhvers konar nostalgíukast í hvert skipti sem ég kem þarna í Elliðaárdalinn. Fór þangað ósjaldan hérna einu sinni. Svamlaði í ánum, þar var líka einhver dularufllur volgur lækur og hver veit hvað. Hellisskútar og alls konar. En alveg makalaust hvað skógurinn hefur elst hratt undanfarin ár. Trén eru einhvern veginn orðin gömul og draugaleg.

Svo var eitt óvænt sem við sáum. Á milli Elliðaánna er gamall farvegur þar sem áin rann einhvern timan, reyndar ekki fyrir svo löngu og þar er lítil tjörn sem var einu sinni hylur við foss sem hét Skötufoss og viti menn... í vorleysingum núna þegar mikið er búið að vera í ánni þá rann vatn í Skötufoss sem aldrei fyrr!
Skötufoss




....

No comments: