Það var björgunarsveitast núna um helgina. Reyndar ekki farið neitt langt en samt alveg frábært. Bláfjöll voru það, nánar tiltekið skáli Frammara. Heil helgi í Bláfjöllum... undarleg útilega það!
Það var lært alls konar um snjó og hvernig á að finna einhvern týndan í snjó.
Skemmtanin hófst fyrst með því að prófa snjóflóðaýla. Leitað lárétt til að finna ýlaskammirnar. Leifur klikkaði ekki á því frekar en aðrir. Enda hét nú anna leiðbeinandinn líka Leifur þannig að þeir nafnar gátu nú ekki gert hvor öðrum skömm til!
Maður hefði getað haldið að um einhverja skemmtiför væri að ræða en því var nú ekki að heilsa. Þetta var algjört þrælapúl. Hér erum við að grafa snjóprófíl af miklum móð. Grafa, moka, skafa og skoða. Já, ekki mikið helgarfrí fólgið í því!
Svo var spáð og spökúlerað í hvaða kristallar væru þarna á ferð og hverjum kemur það svo sem við? Jú ef maður vill vita hvort snjóskaflarnir séu nú líklegir til að renna af stað!
Svo tókum við svona skóflupróf... annars urði þetta svo stórir kögglar hjá okkur að það væri nú eiginlega betra að tala um Piloder próf!
Svo kárnaði nú gamanið þegar skall á vitlaust veður. Hópurinn hálf fokinn einhvers staðar á brúnum Bláfjallanna en það var bara stuð þar sem enginn fauk nú alveg fyrir björg þarna!
Svo komumst við heim í skálann og sumir dálítið veðurbarðir...
En leiðbeinendur og skipuleggjarar klikkuðu ekki. Svava grillaði átta lappa eðal lamb handa okkur. Brenndi næstum skálann en allt má bæta og lambaskankarnir voru góður vel niðurskornir af Leifi og alls konar jukk í meðlæti!
Eftir óveðursnóttina kom þessi líka fíni sunnudagur. Alls konar leitarbrögð æfð. Látið sem einhverjar töskur væru fólk í flóði og leitað út um allt. Stöngum beitt upp og niður.
Svo fékk minns að vera smá svona aðal og þykjast stjórna sem gekk nú bara allt í lagi enda frábært lið með manni.
Og Þorvaldur ekki slæmur með flögg í allar áttir, tilbúinn að merkja hvað sem fyrir yrði!
Þetta gekk líka allt vonum framar og hér kemur eitt fórnarlambið úr flóðinu, leiðbeiandinn Jón Gunnar sem þóttist vera skíðandi um allar brekkur en skömmin hann Gúndi hvergi sjáanlegur og grafinn niður í brekkuna einhvers staðar.
Svo var þetta allt saman bara búið og kominn tími til að halda í bæinn sem var gert með stæl og útafakstri en svo sem ekkert til að færa í annála þó Cesarur ákveði að skoða vegaxlirnar eitthvað pínulítið meira en venjan er!
....
No comments:
Post a Comment