Sunday, February 04, 2007

Það var útivera í dag

Farið í Bláfjöll með stæl!

The blue mountains
Það hefur verið ýmsilegt gert þessa helgina. Það var haldið upp á flugeldasölu með HSSR á föstudagskvöldi og endaði gleðin á Torvaldsen þar sem menn áttu að vanda í erfiðleikum með að komast inn sakir hins stórmerka dresskóda sem þar tíðkast! En þar inni var bara stuð og gaman að hitta MöggVölu gamlan vinnufélaga.

Svo var laugardagur eitthvað dálítið þynnri en maður hefði kannski helst viljað. Hressleikinn sótti nú samt í sig veðrið þegar leið á daginn og var haldið í göngutúr í Heiðmörk sem var stórfínt fyrir utan að það var hálf kalt og ætlaði kuldinn næstum að gera útaf við okkur hálf þynnkulega kvefpésa. Undir kveld kom Gúnninn í heimsókn en Ralldign og Kristján ekki neitt sakir krankleika. Það var reynt að spila Fimbulfamb en hvað er gaman að því þegar einn spilamaðurinn kann annað hvert orð í spilinu!

En svo kom sunnudagurinn. Þá sýndum við okkar bestu hliðar og fórum út í garð til að tjalda. Já, ég meina, það er að koma sumar. Febrúar langt liðinn og allt. Kominn fjórði febrúar eða eitthvað.
HK and our great VE-25 tent
Það stendur nefnlega til að fara á fjöll um næstu helgi og hýrast í tjaldi í Tindfjöllum. En þá ku víst vera betra að vita eitthvað aðeins hvað snýr fram og hvað snýr aftur á tjaldinu manns. En við HK nebblega keyptum okkur eðal jöklatjald af Fjallaleiðsögumönnum (þessum hinum einu sönnu) af gerðinni North Face VE-25. Jamm, margir fjallamenn sem kannast við þær tölur. Það tókst að koma tjaldinu upp í vernduðum aðstæðum undir húsvegg. Það eina sem minnti á eðlilegar tjaldaðstæður var snjórinn á flötinni. Þetta var þannig ekki alslæmt.

Sérstaklega var þetta ekki mjög slæmt þegar allt í einu birtist gestur... köttur í bóli Bjarnar. Honum var klappað og sagt við hann kis kis, hoaj og tzzz tzzzz.... hann lét sér þetta allt vel í léttu rúmi liggja [eða HK segir að maður segi svoleis] en svo bara fór hann yfir grindverkið til nágrannans!
HK and the cat that came to visit us today
Svo var haldið í Bláfjöll. Þar var kalt og þar var gaman. Hefði mátt vera meira um þetta hvíta eða kannski frekar minna um þetta dökksvarta sem stóð upp úr snjónum hér og hvar. Ekki örgrannt um að skíðin okkar fínu hafi rispast. HK reyndar ekki á sínum spánnýju sem betur fer en ég á mínum næstum því nýju. En maður er svosem vanur að böðlast um með nýja dótið sitt. Svo þegar við vorum að fara til baka þá kallaði skíðasleðaskúr á mig og heimtaði myndatöku. Hann fékk að kynnast fiskaugalinsunni minni og sætti sig held ég bara nokkuð vel við þetta allt saman!
on skiis a small hut


....

No comments: