Wednesday, February 21, 2007

Tíminn og ragginn

Hann líður víst alltaf hvað sem maður gerir


5th February 2007
Þessi mynd endaði á að verða sú næst seinasta í sjálfsmyndasyrpunni minni að þessu sinni. Ég hætti að gefa mér tímann til að gera þessar myndir. Reyni kannski aftur seinna en kannski dæmigert að hafa klukku á myndinni þar sem það er víst tíminn sem er alltaf að hlaupa frá manni....

Og tíminn sem verður þess valdandi að maður á afmæli. Minn er núna sem sagt orðinn fertugur! Þetta tókst manni. Uppáhaldið var alveg hreint stórfínt fannst mér og ekki síður HK en við brugðum undir okkur Fokker flugfáki og runnum norðir yfir heiðar. Þar var svona auk þess að liggja í leti og hafa það gott: Farið í bíó, farið út að borða, sötrað rauðvín og hesthúsaðir ostar uppi á hótelherbergi, farið á Skauta, á gönguskíði inn í Vaglaskóg, borðað hádegisnestissíðdegissnarl í skóginum, farið í leikhús, farið út að borða, farið í Hlíðarfjall, farið á rúntínn, farið á pöbbinn og aftur farið á pöbbinn, farið meira út að borða, farið á listasýningar og gert eiginlega barasta allt alls kyns en samt bara verið í rólegheitunum. Alveg hreint prýðileg helgi hjá okkur þarna!
hk and the artists
hk and the artists

No comments: