Wednesday, February 14, 2007

Það var tannpína og svo á ég ammimæli

en verð að heiman eins og stóð í auglýsingunni

Það var víst tannpína i mér eftir helgina og ég skyldi ekki bara hvað. Tannlæknirinn krukkaði í einhverjar tennur í mér í seinustu viku sem voru samt ekkert skemmdar bara einhverjir litablettir á þeim svo fékk ég samt tannpínu. Og það var sárt. Ég bara skyldi ekki neitt og endaði á að væla út tíma strax í gær. Það var eitthvað skoðað upp í mig og ekkert að sjá. Bankað eitthvað í tönnurnar og jú það var dálítið sárt. Svo sá hann eitthvað smá skemmt og svo tók hann mynd og svo kom úrskurðurinn: Það verður að taka þessa tönn hún er ónýt! Ég átti ekki orð. Búinn að vera hjá mínum ágæta tannlækni í vikunni áður og einnig þarna fyrir jól og þá var átti allt að vera bara gúddí. En núna... heil tönn ónýt. Og hverra kosta á maður völ, liggjandi í tannlæknastólnum að drepast úr tannpínu með ónýta tönn... jú dragðu skömmina úr mér og það gerði hann svikalaust og þar með fór tannpínan en eftir var gat uppi í mér. Ekki gaman það. Annars vissi ég svo sem ekkert um það hvort tannpínan væri farin þar sem hálfur hausinn á mér var tilfinningalaus eftir deyfinguna. En svo fór nú deyfingin bara og engin tannpínan kom ekki aftur.

En svo á maður bráðum ammimæli og hvernig haldið verður upp á það á eftir að koma í ljós því við HK tókum þá snarskemmtilegu ákvörðun að fara til Akureyris á ammimælinu og þannig að það verður ekkert svona ammimælispartý fyrr en einhvern tíman aðeins seinna og þá kannski innflutningspartýur með eða einhvern veginn. það verður að minnsta kosti eitthvað gert einhvern veginn einhvern tíman... en við verðum í öllu falli að heiman á ammimælinu!



....

No comments: