Tuesday, January 30, 2007

Að hugsa út fyrir rammann

nei ég er ekkert að því... mér datt þetta bara í hug út af þessari mynd sem ég gerði einhvern tíman um daginn...

23rd January 2007
Flutningar svona að mestu afstaðnir og einhver rólegheit komin yfir. Um þar síðustu helgi þegar ég bloggaði bara um flutninga var alls konar að gerast í lífinu manns sem ég minntist ekkert á. Partístand hjá Snorra og Hafdísi sem stóð fram undir morgun. Sem ég var alveg að sofna og EB vildi ekki draga MB heim og ég því bara endalaust áfram því ég tímdi náttúrlega ekki að taka mér leigubíl heim einsamlaður. Svo daginn eftir var mamman orðin sjötug. Segi og skrifa S-J-Ö-T-U-G

Það var auðvitað smá svona ammilælisveisla sem HK komst ekki í því hún þurfti út á Snæfellsnes þar sem hún var ekki mikið að skemmta sér á rústabjörgunarnámskeiði. Ég veit ekki hvort ég slapp við eða missti af námskeiði ársins. Það er að minnsta kosti dálítið umtalað.

Svo er HK búin að vera lasin og loksins eiginlega búin að smita mig eða a.m.k. er ég eitthvað að lasnast núna. Og svo var líka árshátíð í síðustu viku sem var náttúrlega snilld. Þema árshátíðarinnvar rómantín og það flæddu rósir, kertaljós, rómatnískir gítarleikarar, tappavín og alls kyns furðulegheit út um alla ganga. Hámarki náði rómatníkin líklegast þegar jafnaldran mín og frænkan mættu á svæðið í náttfötunum og létu undirfurðuluega. Annað eins hefur varla gerst í tölvufyrirtæki norðan Eplafjalla eða hvernig maður segir það. Ég verð víst að játa að þar voru sumir að hugsa langt út fyrir þennan ramma þó mér hafi kannski ekki of mikið tekist það!


....

No comments: