Monday, February 05, 2007

Kjalvegur - ég ann þér

Að passa ekki inn í rammann

28th January 2007
Ég var á leiðinni að skrifa einhvern áróðuirspistil til að bjarga því sem bjargað yrði á Kili, ég hafði nefnlega ekki næga trú á landanum. En svo hafði ég ekki neinn tíma og í millitíðinni er víst komið í ljós að það hvorki ráðherrar né pöpullinn í landinu vill þennan veg þarna sem átti að fara að leggja þarna fyrir einhverjum tveimur viku, og já átti að leggja. Það á held ég ekkert að leggja hann lengur þessa vegarskömm sýnist mér eða það held ég. Minn áróðurspistill liggur því hér óbættur hjá garði og kemst hvergi enda vonandi ekki nein þörf fyrir hann lengur. Það lítur út fyrir að það sé Kjalvegur sem passar ekki inn í ramman!

En upphafið á honum hefði getað litið út einhvern veginn svona:

Eitt af því sem gerir Ísland að Íslandi er hálendi. Hálendi sem er öðru vísi en allt annað, öðru vísi en láglendið þar sem er fullt af fólki, þar sem er byggð og þar sem við höfum sem besta vegi. Á hálendinu er ekki mikil byggð og þar er yfirleitt ekki mikið af fólki og þar ætti ekki að vera nein þörf fyrir upphækkaða vegi - enda er hálendið allt öðru vísi. Þetta vita þeir sem þangað hafa komið.



... bloggfærsla kláruð 21. febrúar eða hvað veit ég hvaða dagur er í dag!

No comments: