Monday, February 05, 2007

Norðurvegur - nei takk, ekki fyrir mig...

Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd

Eflaust saka einhverjir mig um að vera bara þröngsýnan nöldursegg á móti öllu en þessi vegur yfir Kjöl (eða Sprengisand) sem ég hef heyrt um af og til er einhver al versta framkvæmd sem ég hef heyrt um. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds af tilhugsuninni einni saman. Bloggið mitt gæti núna breyst í pólitískt blogg bara út af þessu og víst er að ég á eftir að blogga um þetta meira.

Gerir fólk sér enga grein fyrir að hálendi án stórframkvæmda er einhver verðmætasta auðlindin sem íslendingar eiga og í mínum huga mikið verðmætari en tíminn sem það tekur að fara norður á Akureyri?

Meira um þetta seinna!


....

No comments: