Saturday, October 11, 2014

Bloody sunrise - blóðrauð sólarupprás

Bloody sunrise - blórðauð sólarupprás
Það var vaknað snemma. Svaf reyndar hálf illa, var með einhveja jarðeðlisfræðilega martröð og fattaði um leið að þegar ég ætla að vera að sjá um einhverja stóra HSSR æfingu verð ég að taka jarðeðlisfræðilegt próf. Tómt klúður. Æfingin verður víst að víkja. En ég fór snemma á fætur til að taka myndir af sólarupprásinni.

Gosmengaða loftið er nefnilega ekki alslæmt þar sem það hefur gert sólina frekar flotta eða a.m.k. sérstaka ásýndar þegar hún skín þar í gegn. Við sólarupprás þurfa geislarnir að fara í gegnum allt gosloftið meðfram jörðinni áður en þeir ná til hennar Reykjavíkur þar sem stefnan á sólarupprásina núna er nokkurn veginn í áttina að gosstöðvunum - sem eru auðvitað bara langt í burtu.

Þettta var eiginlega dálítið sérstakt að þrátt fyrir að sólin væri komin alveg sæmilega hátt upp á himininn (vel nokkrar gráður sko) þá var hún ekki farin að skína neitt. Var bara eins og einhver appelsína, frekar flott en skein ekki neitt og hitaði ekki neitt sem maður fann. Varð hugsað til móðuharðindanna þegar þetta ský var yfir öllu landinu í marga mánuði ef ekki ár.
I woke up early to capture the sunrise with my camera. The sunrise for the last days has been rather special because of gases in the air from the Holuhraun eruption in the north-east part of iceland. During sunrise, the sun-rays have to go through the eruption polluted air before reaching Reykjavik. That leads to rather redish sun in the morning as seen on those photos. No photoshop effects - more or less just as the photos came out of the camera.


Bloody sunrise - blórðauð sólarupprás
Sun and moon the very same morning Sólin og tunglið á sama tíma eða þar um bil. Tunglið hátt á lofti. Sólin af annarri mynd höfð stór á bakvið - svona upp á punt.

No comments: