Thursday, October 09, 2014

Sund sem sjúkraþjálfun

Er líklega búinn að fara fjórum sinnum í sund á síðustu fimm dögum. Það er líklega persónulegt met. Árangurinn með öxlina er eiginlega finnst mér frábær í þessum sundferðum. Fyrst synti ég bara 200 metra og gat ekki tekið nein almennileg sundtök. Núna er ég farinn að geta synt bara alveg þokkalega. Rétti svo sem ekki alveg úr hægri handleggnum en nálægt því.

En svo er það fólkið sem er í sundlaugunum - sumt skil ég ekki alveg. Hjá mér er það þannig að ég fer á milli nuddpotts og laugarinnar þar sem ég syndi. Í nuddpottinum sem er með frekar kraftmikið nudd þarf ég að koma mér fyrir þannig að ég nái að nudda veiku öxlina. Það gengur ekkert of vel því af einhverjum ástæðum er þetta einn vinsælasti potturinn á svæðinu. En í mínum huga er hann meira svona eins og lækningatæki og þá frekar óþægilegur. En það er eitthvað sem heldur í fólkið til að vera þarna. Lætin í nuddkerfinu eru svo mikil að það er á mörkunum að það sé hægt að tala almennilega saman í pottinum. Þegar ég er búinn að nudda nóg forða ég mér yfirleitt uppúr honum - nema kannski ef sæta stelpan frá Fjallaleiðsögumönnum er í pottinum - en það er aðallega af því að ef hún er þá er meira verið að spjalla í pottinum

Svo voru það unglingsstrákarnir sem voru komnir í boltaleik í djúpu lauginni. Ég var eitthað að hugsa um að benda þeim á að það væri sniðugra að vera í boltaleik í grunnulauginni. Hefði kannski betur gert það því þá hefðu þeir e.t.v. sloppið við að vera reknir í burtu með hátalarakerfinu.

Svo hélt ég að Íslendingar kynnu að fara í sund. En þeir einu sem ég hef séð ekki kunna að fara í sturtu fyrir sundið voru einhverjir íslenskir unglingskeppir. Veit ekki hvaðan þeir eru en þeir hneiksluðust á því á Íslensku að þurfa að mega ekki vera á sundskýlunum litskrúðugu í sturtunni

Hvað er þetta svo með sundfatnað. Af hverju er sundfatnaður karlmanna einhverjar fyrirferðarmiklar hnébuxur sem eru yfirleitt fullar af lofti og eiginlega vonlausar til sundiðkana. Af hverju er bara kvenþjóðin í almennilegum sundfötum - fyrir utan einhverja gamla kaddla sem fylgjast ekki með tískunni - og svo eitthvað æfingalið í keppnisskýlum.

Annars var það skondnasta þegar sundlaugavörðurinn fór að hafa orð á því hvað ég væri orðinn feitur. Ég varð dálítið sár en hefði orðið meira reiður ef þetta hefði ekki bara verið hann Leone!

No comments: