Wednesday, October 01, 2014

Þríhnúkahellirinn og eithvað fleira

Þríhnúkagígshellir

Til að ná öllum hellinum þurfti ekkert minna en fiskaugalinsu - eða kanski frekar maður segi, ekkert meira. Sem sagt ein af frekar fáum myndum sem ég á úr ferðinni.

Það var hópeflist í björgunarsveitinni minni um síðustu helgi. Farið í Þríhnúkahellinn. Auðvitað mjög gaman en samt dálítið súrt. Ég á öxlinni gat ekkert farið þar sem ég vildi og það endaði með því að einn félaginn varð svo elskulegur að halda á myndavélinni fyrir mig. Hann svo bara fór og skildi mig eftir myndavélalausann þannig að myndatökur mínar urðu eitthvað af skornum skammti. Eiginlga verulega fúlt. Hellaskoðunin var síðan dálítið þannig að það var líklega svo margt að skoða að ég bara snérist í hringi og sá ekki neitt.

Grill Svörtu svipunnar á eftir klikkaði ekki og það var bara gaman. Hópeflið reyndar ekkert alveg fullkomlega að gera sig þar sem maður var nú mest að spjalla við fólkið sem maður þekkir hvort sem er mest en það bættist einn ágætur vinur við á Fésbók eftir þetta. Örugglega skemmtilegur vinur, en hvað veit maður! Reyndar frekar áhugaverð manneskja sem væri gaman að kynnast meira.

Handleggurinn er síðan í áttina réttu. Fer reyndar ekki nándar nærri alla leið upp en ég er búinn að prófa að hjóla og get það - þó ekkert mikið meira en svo.

Fékk borð til að sitja við í Öskju Háskólans. Veit annars ekki hvenær ég á að nota það borð. Búinn að hafa það í heila viku en ekki enn farinn að nota það. Hef ekki einu sinni sest við það ennþá, vona að ég muni hvar það er!

No comments: