Wednesday, August 01, 2012

Ljósmynd líklega sæmilega heppnuð

Ljósufjöll
Hef lengi haft efasemdir um að það séu endilega flottar myndir sem fólk á Flickr skoðar en þó komst ég að því að myndin að ofan sem ég er nokk ánægður með er að fá bara þokkalegt áhorf á Flicr síðunni. Gerði ekkert til að "auglýsa" hana fyrir utan að láta hana birtast fremst af þeim myndum sem ég setti á vefinn frá ferðinni á Snæfellsnes.

En er í öllu falli búinn að fá hauga af kommentum og jú, hef samþykkt allar hópbeiðnir um myndina en ekki sett hana sjálfur í neinn einasta hóp. Sólarlagið frá Kenya er nú samt meira skoðað í dag!

No comments: