Friday, August 03, 2012
Gömul lopapeysubloggfærsla vinsælust hjá mér!
Ég get flett upp hvaða bloggfærsla er mest skoðuð síðan einhver teljar hjá bloggernum fór að virka og flestar færslur eru nú ekki mikið skoðaðar. Nokkrar skera sig þó aðeins úr og sérstaklega ein sem er frá 2005 um það að lopapeysan hafi komist í tísku öllum að óvörum.
Kannski ég ætti að fara að blogga meira um lopapeysur eða kannski breyta blogginu bara í tískublogg. Hver veit en ætti kannski þó að fara að monta mig meira af prjónaskap. Peysan sem ég er í á myndinni að ofan er fyrsta munstraða peysan sem mér tókst að koma saman og varð eiginlega rosalega vel heppnuð og ljósmynduð við mismunandi undarlegar aðstæður!
Bloggfærslan vinsæla er hins vegar hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment