Ég er ekki alveg klár á því hvort það sé gönguklúbbur eða ferðafélag en Friðrik heitir hann. Væri skemmtilegt ef það væri Ferðafélagið Friðrik því þá væri það annað "FF". En hvað um það, svo einhverju sé haldið til haga þá var sum sé farin ferð á Snæfellsnes með Friðrik. Árleg ferð þar sem á föstudegi var gengið umhverfis Kerlingarfjallið mis hátt í hlíðum þess. Byrjað í Kerlingarskarðinu og svo Kerlingin og Karlinn skoðuð sem og Grímshellir sem ekki margir vita hvar er. Gengið um Grímsskarð og endað í Kerlingarskarðinu aftur. Um kvöldið var étið pasta af bestu lyst.
Á laugardeginum var farið á Botna-Skyrtunnu hvar hópmyndin var tekin. Alveg edilonsfín ferð!
No comments:
Post a Comment