Hjólaslóðirnar frá í gær og fyrragær
Það nýjasta nýtt er samt það sem ég fór að gera í fyrragær. En það var að fara upp á Hólmsheiði með Gráu-Þrumuna vopnaður GPS tæki og hjóla alla stíga góða sem slæma. Mikið gaman en verst hvað þeir eru sumir leiðinlegir eftir ýmist mótorhjól eða hesta. Reyndar eru sumir stígarnir hestastígar og þar verða þeir víst að fá að vera og ég hjólandi gestur en ég dreg dálítið í efa að þeir sem eru á mótorhjólunum séu nákvæmlega þar sem þeir ættu að vera.Ég held annars að það ætti bara að banna þessi skramns torfærumótorhjól með lögum. Þau ættu hvergi að vera nema þá á einhverjum lokuðum svæðum. En það er nú samt varla raunhægt!
No comments:
Post a Comment