Monday, August 20, 2012

Jarðfræðikortagerð

Jarðfræðikortagerð

Ívar að kenna að logga!


Ætlaði að skrifa eitthvað en ekki mikill tími til neins. Það var verið í jarðfræðikortagerðarfelti meira og minna frá 10 ágúst til byrjun september. Var að verða dálítið þreyttur á því þegar fletvinnunni þar loksins lauk. Og þá var haldið út á Snæfellsnes í jarðeðlisfræðifelt!

Sunday, August 19, 2012

Að þykjast vera textílhönnuður

prjónapeysa

Svona eitthvað að byrja að prjóna hið sérhannaða munstur!



Það er dálítið gaman að gera eitthvað sem upp á eigin spýtur. Jafnvel að stunda svona kvenlegar dyggðir sem það að sitja við prjónaskap er. Peysu skömm er að byrja að taka á sig mynd hjá mér! Design by me!

Wednesday, August 08, 2012

Er ekki lengur á vaktinni

Hálendisvaktinni minni lokið að sinni

Kristjón, Lambi, óli Jón og Eirasi sjálfur í Dreka fyrir framan Reyk 2 og Hötturinn í baksýn - Mynd sem Óli Jón tók en tekin af Landsbjargarvefnum


Búinn að vera á hálendisvaktinni norðan Vatnajökuls. Verulega fróðlegt. Hef aldreigi farið þannig áður og var náttúrlega bara snilld þó það gengi á ýmsu. Flest ef ekki öll viðfangsefnin sem hægt er að tala um snérust um bilaða bíla og oftar en ekki var það okkar eigin bíll. Að einhverju leyti tengt bíltúr hópsins á undan um Gæsavatnaleið hvar vel var sprett úr spori.

En ósköpin hjá okkur hófust á malbikinu rétt austan við Kröflu þar sem dekkjaviðgerð gaf sig. Það var svo sem allt í lagi fyrir utan að dekkið var svo illa farið að við gátum ekki gert við og fyrir utan að dekkið sem við fengum að láni fyrst passaði ekki undir og fyrir utan að veggkanturinn gaf sig þannig að bíllinn rann út af fyrir utan að við þurftum kranabíl til að koma bílnum aftur inná og fyrir utan að eftirköstin urðu t.d. þau að allir felguboltarnir slitnuðu hægt og rólega dagana á eftir. Við sluppum þó við þau ósköp að missa dekkið undan inn við Öskju sem hefði getað gerst með smá meiri óheppni.

ER0_0682

Mývetningar mættir á staðinn með kranabíl til að tjakka upp og koma bílnum inn á veginn



ERS_9455 Það var svo sem ekkert að ástæðulausu að ég valdi hálendisvakt núna til að fara. Það var farið á hálendið norðan Vatnajökuls. Svona staður sem er og verður alltaf mér í huga. Það eru víst komin 6 ár síðan ég eyddi góðum hluta sumarsins þarna og það var einhver hellingur af minningum út um allt. Verulega gaman að sjá myndirnar mínar ennþá þarna uppi á vegg. Eins og vatnslitamyndina í Strýtu af Strýtu og Herðubreið sem ég málaði eitthvert kvöldið í Strýtu. Hildur Landvörður mundi eftir mér og svo var Hrönn þarna líka. Undarlegt hvernig lífið breytist einhvern veginn í bara einhverjar áttir án þess að maður átti sig við eða ráði við nokkuð.

ER0_1001

Eygló landvörður hellir eðalbrugguðu te í krús handa mér og Lamba

Það var farið út um allt svona þegar við sluppum úr dekkjaviðgerðum okkar eigin og einhverra bílaleigubíla út um allt. Fórum í Kverkfjöll og í Hvannalindir. Þar gaf Eygló landvörður okkur hvítt eðalbruggað te og ekki síðra kaffi. Ég fékk te og kaffi ást á henni með það sama og Óli heillaðist upp úr skónum. Það var allt saman bara gaman. Svo hittum við líka Hönnu Kötu sem var á leiðinni í Hvannalindir með stelpunin sinni sem er alveg eins og Davíð en heitir eins og memó og pabbi HK þ.e. Þórhildur og svo Jökla til að hafa þetta almennilegt fjallkonunafn.

...

Friday, August 03, 2012

Gömul lopapeysubloggfærsla vinsælust hjá mér!

A new beginning

Ég get flett upp hvaða bloggfærsla er mest skoðuð síðan einhver teljar hjá bloggernum fór að virka og flestar færslur eru nú ekki mikið skoðaðar. Nokkrar skera sig þó aðeins úr og sérstaklega ein sem er frá 2005 um það að lopapeysan hafi komist í tísku öllum að óvörum.

Kannski ég ætti að fara að blogga meira um lopapeysur eða kannski breyta blogginu bara í tískublogg. Hver veit en ætti kannski þó að fara að monta mig meira af prjónaskap. Peysan sem ég er í á myndinni að ofan er fyrsta munstraða peysan sem mér tókst að koma saman og varð eiginlega rosalega vel heppnuð og ljósmynduð við mismunandi undarlegar aðstæður!

surprised my lopapeysa

Bloggfærslan vinsæla er hins vegar hér:

  • girl in icelandic sweater

Thursday, August 02, 2012

Nýjasta útgáfan af hjólreiðadellunni

Hjólaslóðirnar frá í gær og fyrragær

Það nýjasta nýtt er samt það sem ég fór að gera í fyrragær. En það var að fara upp á Hólmsheiði með Gráu-Þrumuna vopnaður GPS tæki og hjóla alla stíga góða sem slæma. Mikið gaman en verst hvað þeir eru sumir leiðinlegir eftir ýmist mótorhjól eða hesta. Reyndar eru sumir stígarnir hestastígar og þar verða þeir víst að fá að vera og ég hjólandi gestur en ég dreg dálítið í efa að þeir sem eru á mótorhjólunum séu nákvæmlega þar sem þeir ættu að vera.
Ég held annars að það ætti bara að banna þessi skramns torfærumótorhjól með lögum. Þau ættu hvergi að vera nema þá á einhverjum lokuðum svæðum. En það er nú samt varla raunhægt!

Wednesday, August 01, 2012

Friðrik á Snæfellsnesi

Ferðafélagið Friðrik á toppi Botna-Skyrtunnu Ég er ekki alveg klár á því hvort það sé gönguklúbbur eða ferðafélag en Friðrik heitir hann. Væri skemmtilegt ef það væri Ferðafélagið Friðrik því þá væri það annað "FF". En hvað um það, svo einhverju sé haldið til haga þá var sum sé farin ferð á Snæfellsnes með Friðrik. Árleg ferð þar sem á föstudegi var gengið umhverfis Kerlingarfjallið mis hátt í hlíðum þess. Byrjað í Kerlingarskarðinu og svo Kerlingin og Karlinn skoðuð sem og Grímshellir sem ekki margir vita hvar er. Gengið um Grímsskarð og endað í Kerlingarskarðinu aftur. Um kvöldið var étið pasta af bestu lyst.

Á laugardeginum var farið á Botna-Skyrtunnu hvar hópmyndin var tekin. Alveg edilonsfín ferð!

Ljósmynd líklega sæmilega heppnuð

Ljósufjöll
Hef lengi haft efasemdir um að það séu endilega flottar myndir sem fólk á Flickr skoðar en þó komst ég að því að myndin að ofan sem ég er nokk ánægður með er að fá bara þokkalegt áhorf á Flicr síðunni. Gerði ekkert til að "auglýsa" hana fyrir utan að láta hana birtast fremst af þeim myndum sem ég setti á vefinn frá ferðinni á Snæfellsnes.

En er í öllu falli búinn að fá hauga af kommentum og jú, hef samþykkt allar hópbeiðnir um myndina en ekki sett hana sjálfur í neinn einasta hóp. Sólarlagið frá Kenya er nú samt meira skoðað í dag!