Tuesday, July 17, 2012

Könnunarferð á Snæfellsnes 8. til 10. júlí

VMM_8277

Bræður Elli og Sigþór rétt búnir að kasta mæðinni eftir að hafa klifið upp úr hyldýpisgilinu sem ég dró þá inn í!


Sprungufylling á SnæfellsnesiÞað var farin eðalfín könnunarferð á Snæfellsnes til að kanna hvar skal ganga seinna í mánuðinum með fólki sem sér ekki of vel. Fann eitt og annað eins og þessa upp undir 20cm þykku stilbíts sprungufyllingu.

Rauða pílan á myndinni bendir á kvarðann sem nær aðeins út fyrir fyllinguna en kvarðinn er 20cm langur.
Ég sjálfur hef í öllu falli ekki fundið annað eins áður!

Hugmyndin var að ganga upp á Miðtind í Ljósufjöllum en ekki leist mér of vel á öll snjólalögin þar og verður niðurstaðan líklegast sú að reyna við Botna-Skyrtunnu. Snjólítil, virkar ekki á mig of brött en veit svo sem ekki með torfærið að öðru leyti.

Mynd að neðan.

VMM_8295

Fjallanöfninn í Ljósufjöllum



Smá viðbót sett inn seinna
--------------
Ekki alveg klárt að Soldeyjardalur sé rétt merktur á myndina að ofan. Það sem er kallað Snasi gæti einnig heitið Kattareyra. Kortum ber ekki öllum saman hverju við annað og ekki heldur við Evelin sem þar þekkir hverja þúfu.
En hópurinn í sjónskertri gönguferðinni fór þar upp á Botna-Skyrtunnuna í hreinni snilldarferð seinna í júlímánuði.

No comments: