Hjálpast að við að laga slitna keðju Dostans


Á tjaldstæði við Bad Schandau
En ferðin/leiðin varð alls um 600km með hjólamennsku í einn dag í Prag. Byrjuðum að hjóla á mánudagshádegi í Berlín og komum til Prag að kvöldi þriðjudags viku seinna. Var mjög mátulegt. Aldrei of langt á neinum degi og við náðum svona almennt að njóta ferðarinnar. Samt vorum við ekki að skoða neitt þannig séð heldur snérist ferðin um að hjóla.
Matseðillinn samanstóð af morgunmat, hádegismat sem var ýmist pasta eða brauðmáltíð, nokkrum bjórum og steik um kvöldið ásamt nasli yfir daginn. Niðursaðan var 5kg þyngdartap alls!

Hjólið við heimkomuna tekið úr kassanum fyrir utan Leifsstöð. Ég gerði eiginlega ráð fyrir að hj´lið væri ónýtt miðað við útlitið á kassanum en það var í alveg þokkalegu lagi!
......
No comments:
Post a Comment