Arkað upp eina af fyrstu brekkunum, upp á Tungukollinn
Ein ágæt ferð á Hafnarfjall með mánaðarfjallshópi FÍ. Lagt af stað í súld og sudda en stytti upp og glaðnaði aðeins til á köflum.
Gekk í það heila alveg ágætlega. Dálítið rólegt hjá sumum með slöpp hné og mikinn áhuga á blómskrúði. Örvar ágætur þegar hann sagði að í Hafnarfjalli væru landsins stærstu gabbró innskot. Held að það sé eitthvað takmarkað gabbró í Hafnarfjalli en hins vegar eru þar Flyðrur sem eru hugsanlega stærstu Granófýr innskot landsins. Í öllu falli ku vera þar Granófýrr
Svo líka skondið að þetta með gabbróið kom í þættinum "Út um græna grundu" en þá var Örvar Aðalsteinsson kynntur til leiks sem Ævar Örvarsson. Það er þá líklega bara meðaltalið af þeim bræðrum en Ævar var ekki með í ferðinni að þessu sinni.
Flyðrur væntanlega séðar ofan frá... en þó kannski bara ekki en þær eru í öllu falli einhvers staðar þarna í þessum hlíðum
No comments:
Post a Comment