Gaffallinn á rauðu-Eldingunni virtist vera eitthvað rispaður eftir byltuna og við nánari athugun þá leist mér ekkert of vel á hann, gaffalin sum sé. Það var því núna áðan látið verð af því að fara með hjólhestinn í smá tékk í Örninn. Þeir Arnarmenn fá heila 10 í einkunn, a.m.k. ef úrskurður Haffa er réttur. Vissulega er gaffallinn skemmdur en hann stóðst álagspróf á milli handanna á honum og virtist virka sæmilega eðlilega. Niðurstaðan var því sú að ég hjóla áfram á honum eins og hann er en auðvitað á mína ábyrgð.
Svo var einhver strákur þarna frekar efnilegur sem skipti um keðju, smurði alls kyns og guð veit hvað. Er sjálfur ekki í algjöru lamasessi lengur, hjólaði aðeins í gær en er kominn með eitthvað vesældarkvef. Má ekki mikið vera að því núna þegar ég þarf að taka einhver skrambans próf.
No comments:
Post a Comment