Galdraseyðið er gert á eftirfarandi hátt.
- Te í teketil. Er núna held ég að nota eitthvert rauðrunna sítrónute. Teið er haft í sterkari kantinum.
- Síðan er settur safi af sítrónu með
- Stór teskeið af hunangi, vel útilátið. Eitthvert dularfullt lífrænt pödduhunang
- Niðurskafinn hvítlaukur, svonma tvö vel útilátin rif
- Niðurskafið engifer
Þetta er nú annars bara eitthvað ættað bæði frá mömmunni minni frá því fyrir martlöngu og eiginlega líka einhverjum kærustum. En svo datt mér sjálfum eitthvað alveg nýtt í hug líka. Gufa sem maður andar að sér getur alltaf eitthvað leyst upp og losað stíoflur í nefinu. Ég ájvað að sjóða saman vatn, sítrónu og hvítlauk og anda svo hryllingsgufunum að mér.
Hvort þetta virkar kemur í ljós en mér batnar víst. Enda þarf ég að lesa fyrir eitt próf og fara svo í rannsóknarferð að skoða jökla Suður- og Austurlands.
No comments:
Post a Comment