Wednesday, May 02, 2012

Slappelsi

Já það eru víst ekki bara reiðhjólin manns og einhverjir vöðvar sem þjást af slappelsi. Ég sjálfur er kominn með vesöld og hor í nös. Ekki gott þar sem það er próf á morgun. Er alveg búinn að fá upp í kok af bergfræði og verst að ég geri ekki ráð fyrir miklum rósum í prófinu vegna þessa slappelsis. En ég nenni ekki að breyta þessu í sjúkrapróf nema ég verði algjörlega heiladauður í fyrramálið.

Velti annars fyrir mér hvort það sé eitthvert samasem merki á milli þess að skrokkurinn hafi fengið aflfræðilegt áfall fyrir nokkrum dögum og sé núna kominn með almenna vesöld á sama tíma og heilinn þarf að vera að hugsa um grjót.

Að læra að muna á meðan maður sefur

Svo annars. Ég las einhvers staðar fyrir svona einu ári síðan eða hvað ég man að lykilatriðið til að muna hluti væri að færa þá úr skammtímaminninu í langtímaminnið og það gerðist þegar maður væri sofandi. Þeir sem ekki ná að sofa neitt af viti, koma þess vegna ekki neinu af viti inn í langtímaminnið sitt. Þetta fannst mér skynsamlegt. Verst er að síðustu nótt var ég orðinn slappur og huganlega kominn með hita. Búinn að vera að læra eis og enginn væri morgundagurinn og svo þegar ég svaf þá átti væntanlega að koma einhverju inn í langtímaminnið. Ég veit ekki um gæði þeirrar minnisísetningar þar sem ég var með hálfgerðu óráði stærstan hluta næturinnar og heilinn á fullu að fást við einhverjar dularfullar bergtegundir sem ég er ekki viss um að séu til og alvg örugglega haga sér ekki eins og ég var að ímynda mér að þær væru að haga sér.

En hvernig þetta fer á morgun kemur bara í ljós.
Það sem kom svo í ljós var að ég sá að það væri hægt að taka sjúkrapróf í byrjun júní og það verður víst gert.

No comments: