Það var gengið á Eyjafjallajökul, Skerjaleið á öðrum degi páska þetta árið. Þetta var Hjálparsveitar skáta í Reykjavík ferð sem ég var að standa fyrir sem umsjónarkarl dagskrár sveitarinnar. Var reyndar plan bé og hálft þar sem upphaflega hafði ég nú ekki haft rænu á að hafa neitt á dagskrá en svo var hint um að það Dórinn væri meira en til í að fara með fólk í nokkurra daga snjóbílaferð og þannig ferð því sett á dagskrá. Segjum að það hafi verið plan A. Síðan voru skráningar eitthvað frekar mjög dræmar og því var gert plan B sem voru 3 toppagöngur skíðandi eða gangandi. Tindfjöll, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Tindfjöll á skírdegi féllu niður út af veðri og reyndar ekkert of mikilli þátttöku. Snæfellsjökull var farinn á föstudeginum langa í frekar hvössu veðri og svo átti að fara á Eyjafjallajökul á laugareginum. Það var hins vegar óttaleg súldarspá og niðurstaðan sú að fresta fram á annan dag páska þegar von var á betra veðri sem raunin varð. Veðrið reyndar fór langt fram úr öllum spám verð ég að segja! | I went hiking to the famous volcano Eyjafjallajökull last Monday – Easter Monday. It was a tour with my rescue team HSSR but I was kind of responsible for the tour because as I’m taking care of the rescue teams schedule this year and that tour was part of that schedule. It was actually some kind of a part B or even plan C because the first plan was to go on our snowmobile somewhere else but not so many seemed to want to go there. Then we made the decision for some hiking and this was a part of it. The first plan B was to go on Saturday but since the weather wasn’t so good on Saturday we decided to go on Monday instead and that was the good decision. The weather was just great! |
Það var gengin Skerjaleið. Mikið magn af GPS tröckum með í för og gerði ég ráð fyrir að fá að fara eitthvað öðru visí Skerjaleið en ég hef farið áður. En þegar á hólminn kom hafði enginn í hópnum farið áður þessar aðrar leiðir en við sem höfðum farið þarna áður höfðum allir farið sömu leiðina upp fram að þessu. Var því ákveðið að leyfa könnunarferðum um ókunnar slóðir að bíða en arkað af stað upp hefðbundið gil. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvað um er rætt þá er leiðin sem ég er vanur að fara í gilinu fyrir vestan eða utan Grýtutind. Hin leiðin sem einhver GPS tröck sótt á net sýndu var í gili fyrir austan eða innan Grýtutind ef ekki bara beint yfir hann. Leist mér ekkert of mikið á þær leiðir enda brattlendi þarna yfrið nóg! Gangan gekk ljómandi vel. Vorum eitthvað dálítið kærulaus með línur og fórum ekkert í línuna. Held svo sem að þar sem ég hef aldrei séð sprungur þarna á jöklinum á þessum árstíma og snjórinn virkaði allur mjög öruggur þá hafi það kannski ekki veið fullkomið glapræði en það var dálítið lélegt hjá okkur að vera ekki komin í belti til að vera tilbúin að fara í línu fljótt ef eitthvað myndi bregða út af. það var einhver pissukeppni á milli Hlyns og Hilmars skíðandi um hver kæmist hraðast yfir og ljóst að Hlynur er búinn að massa þetta! Við hin gangandi komum bara í rólegheitunum á eftir. Merkilegt að sjá hvernig jökullinn hefur breyst, sbr. myndirnar tvær teknar af steininum að neðan. Mér sýnist eiginlega að aðfærsluleiðin fyrir ís að jöklinum sé ónýt í bili þannig að það er eiginlega engin fæðing af ís fyrir skriðjökulinn. Miðað við það þá ætti skriðjökullinn að skríða niður undan eigin þunga en hægt og rólega að breytast í dauðís nema hann nái að jafna sig. Á meðan efsti hluti skriðjökulsins er íslaus þá getur hann ekki skriðið fram af neinu kappi. | We were walking the Sker-track up the glacier. Then we begin in steep route, almost some cliff climbing - I know about couple of "experienced" American mountaineers that did not manage to go down there on their way back from the glacier and needed a helicopter rescue.
Finally we came to the Guðnasteinn or Goðasteinn (excact name is not well known for the highest parts of that glacier) and there we were able to see over the crater from the year 2010 eruption in Eyjafjallajökull. You can see that photo below. I was there also some years ago almost the same time of the year and you can see the difference. On the lower photo the snow is covering the whole area but now there is a melted spot in the middle of the upper part of the outlet glacier Gígjökull. That means there is not so much ice streaming down to the outlet glacier so it will slow down and eventually become stagnant, dead ice. |
Má greinilega ekkert vera að því að blogga þetta enda kominn í próflestur í maí þegar þetta er skráð. En eftir að hafa dvalið aðeins við steininn sem ég veit ekki hvað skuli kalla var arkað eftir hrygg niður á þann skoltinn sem vestar er. Sáum þar yfir Gígjökulinn þar sem hann hverfur niður brattann í áttina að gamla lónstæðinu. Ef einhver verður tíminn og nennan og skrifgetan þá kannski skrifast eitthvað meira hér seinna. | I definitely don‘t have time to finish this blog entry since I should be reading some petrology material for an exam but on the way down we went to the lower peak Ytri-Skoltur where we had view over the middle part of the outlet glacier. |
Séð yfir neðri eða miðhluta Gígjökulsins frá líklega Ytri-Skoltur
......
....
No comments:
Post a Comment