Sunday, March 25, 2012

Raunir moldargerðarmannsins



Þeir eru tveir úti í garði. Annar minni, eldri og svartur. Hinn stærri, nýrri og grænn. Báðir eiga að virka eins en hafa eitthvað misskilið hlutverk sitt. Mín hugmynd er að það sé hægt að setja alls konar garðkúrgang, grænmetis og ávaxxtaúrgang í þá. Þeir eru ekki alveg sama sinnis. Sá stærri hefur verið fóðraður í vetur. Reyndar hefur sumt sem hann hefur fengið verið farið að mygla eitthvað í eldhúsinu áður. Það er kannski ekkert of góð latína en jæja.

Um daginn skoðaði ég eitthvað afraksturinn og var bara sæmilega sáttur. Þetta leit eitthvað aðeins út eins og mold en reyndar einhverjar gamlar appelsínur og epli þarna inn á milli. Einhver lykt en ekkert þannig séð... fannst mér.

Svo í dag var ég að sinna vorverkum í garðinum. Taka niður jólaseríur og svona eitthvað að myndast við að gera eitthvað. Var reyndar held ég bara að taka þessar seríur niður. Fannst þá eiginlega að einhver undarleg úldin safnhaugalykt sem minnti mest á úldnar appelsínur væri helst til mikið að hrella mig.

Las mér eithvað til og sá að köfnunarefnisáburður gæti verið málið. Átti einhvern gegnsósa grasáburð frá síðasta sumri með fullt af alls konar N efnum og var honum juðað út í safnhauginn. Setti svo smá mold yfir og hrærði aðeins í þessu. Datt svo í hug að taka úr þeim litla, svarta gamla. Hann átti að vera langt kominn með að búa til mold en viti menn. Gras sem ég hafði sett ofan í hann síðasta haust svona til að hann fengi eitthvað lá þar alveg óhreyft. Var bara eins og í rúmlega miðlungs góðri hlöðu! Hefur einhver heyrt um safnhaug sem hefur álitið sig vera hlöðu? Ég bara spyr!
Making soil is not always so easy!

They are two in my garden. One is older, smaller and black. The second one is bigger, newer and green. They both are supposed to work in the same manner but they seem to have misunderstood that completely! My idea is one could put all kinds of organic garbage in to them but they don’t agree at all! The bigger one has been feed the whole winter. Perhaps something it has been eaten has been a little bit rotten but… anyway….

The other day I was looking after my success and I became not so unsatisfied. The inside material did indeed look like some kind of a soil. I was able to recognize some pieces of oranges or apples and I did smell something… but nothing to be worried about.

So, today I was doing some gardening work for the spring time such as taking down my Christmas lights. And then I noticed the rotten smell. I was able to find the smell all around… a bad smell reminding me of rotten oranges I think.

I read something… on the net of course I found out the best idea was to put some nitrogen fertiliser in to the compost box.

No comments: