Wednesday, November 09, 2011

jæja - ritgerðarsmíð lokið í bili

Jarðsaga Grænlands


Loksins búinn að klambra saman ritgerðinni, skila og flytja fyrirlestur.
Herlegheitin eru hér.

Alveg teygt sig í það ítrasta. Viðmiðið var 6 bls. og línubil ekki 2 heldur 1,5. Svindlaði línubilinu niður í 1,25 og svo eitthvað ekki jafn stór spássía og flestir voru með. En ritgerðin mín leit þá frekar út eins og grein í tímariti því þar tíðkast ekki 12 pkt letur eða stórt bil á milli dálka. Endaði víst í tvöföldum orðafjölda annarra sýnist mér. Ég fæ vonandi frekar gott fyrir en vont.

Fyrirlesturinn er hér. Hann átti að verða 5 mínútur en Esther sá held ég aumur á mér og hann fór upp í eitthvað rúmar 6 mínútur án þess að mér væri vikið af velli.

Er annars búinn að vera eitthvað of upptekinn við að snúast held ég í kringum sjálfan mig. Búinn aðv era að humma fram af mér að fara til tannlæknis og ekki fundist ég hafa tíma sem er hið versta mál. Fer loksins á mánudaginn. Vona að tönninni sem brotnaði í sumar sé viðbjargandi og að ég sé ekki heldur búinn að drepa alla í kringum mig með skemmdratannaandfýlu.

No comments: