... eða hvað?
Þetta er hálf þreytt hjá mér núna þarna í hinum stórmerku jarðvísinum Háskóla Íslands. Það vantar eiginlega fleiri Hreggviða til að gera þetta allt nógu áhugavert. Núna eru kennararnir margir hverjir dálítið þannig að ég er bara farinn að þegja þunnu hljóði og skoða þess vegna Facebook eða hvur veit hvað. Á meria að segja að vera í tíma núna en fannst ekki taka því að hlusta á einn kennarann þusa glærurnar sínar. Þeir eru dálítið ef maður opnar munninn:- Taka spurningunni eins og truflun á kennslunin og óþarfa tímaeyðslu.
- Fara í óskaplega vörn út af spurningu af því að kannski vita þeir ekki svarið nógu vel.
- Rangtúlka það sem maður segir, leggja manni orð í munn og byggja fyrirlesturinn sinn á því að sýna fram á hvað maður hafi haft rangt fyrir sér... þannig að manni finnst eða finnst að manni eigi að finnast að maður sé auli.
Annars á ég að vara að klára eina herjarins ritgerð um jarðsögu Grænlands. Er svona semi ánægður með hana en ekkert allt of samt. Aðal vandamálið er að gera grein fyrir jarðsögu Grænæands á 6 blaðsíðum og fá svo að flytja fyrirlestur um þessa fjögurþúsundmilljónára sögu á 5 mínútum. Mér telst til að jarðsaga Íslands yrði sögð á svona einni sekúndu miðað við sömu tímamörk.
Annars þá má halda því til haga að það er víst ár og dagur síðan mínar aðstæður breyttust hvað mest.
No comments:
Post a Comment