Æfingar á Rauðu-Eldingunni fara ekki mjög snemma af stað þetta árið. Fór reyndar í gær einn 20km túr. Það var kalt og það var hvasst. Núna hreytir hann úr sér snjóflyksum þannig að ég veit varla hvaðan á mig stendur veðrið. Fyrir tveimur árum síðan fór ég hjólatúr á Mýrarnar, næstum 100km túr. Ég er ekki kominn í þannig stand núna og eiginlega ekki veðrið heldur.
Reyndar á ég að vera að lesa fyrir umhverfis- og auðlindaþátta próf en eitthvað er áhugaleysið að gera út af við mig í þeim efnum. Verð ekki búinn að lesa nema lítinn hluta af námsefninu fyrir prófið sem hefst á morgun og er þriggja daga heimapróf. Held svo sem að ég viti alveg hvernig þetta fer.
Er nú samt ánægður með ritgerðina sem ég gerði um sögu jöklunar á Ísalandinu.
No comments:
Post a Comment