18. apríl 2011... Séð út um gluggann og bráðnauðsynlegir ullarsokkar í forgrunni
Í gær fór ég jú á racer en varla í dag. Í morgun þegar ég skrönglaðist af stað var snjókoma og sköfudagur! Ég var eitthvað að velta fyrir mér fyrir tveimur vikum eða þremur að kannski væri þá kominn síðasti í sköfu! En nei, ekki aldeilis. Ég þarf etthvað að skafa meira. Og það verður varla racer hjólað í dag en þar kemur nú reyndar kannski meira til en bara snjókoma.
Ég þjáist nefnileg af alveg hroðalegu heimaprófi. Já, það er auðvitað þess vegna sem ég er farinn að fara hamförum í blogginu. Ætti eiginlega líka að fara að setjast niður og prjóna. það sem maður hefur aldrei tíma fyrir kemst helst til of oft á dagskfá þegar maðuyr þarf að taka próf. Las einhvers staðar þessa skemmtilegu setningu í skólablaði: "Úr því að þú ert að lesa þetta þá ertu annað hvort veðurteppt(ur) einhvers staðar eða að lesa fyrir próf". Man þetta reyndar ekki orðrétt en einhvern veginn svona var þetta jú víst.
Prófið gengur annars ekki allt of vel. Var eiginlega búinn að gefast upp á þessu í kringum hádegið og eiginlega búinn að ákveða að slá þessu upp í kæruleysi en sá að mér og gef þessu einhvern smá séns. Er a.m.k. búinn að gera einhvern graut í einni spurningunni. Og svo er ég búinn að klína myndinni að ofan sem forsíðumynd á prófúrlausnina mína. Held annars að myndin verði það skársta sem fer í prófúrlausnina. Líklegast er maður eitthvað að gera ranga hluti!
No comments:
Post a Comment