Saturday, December 29, 2007

Eitthvað svona jólablogg

Það teldist líklega vera fimmti í jólum í dag eða eitthvað álíka. Einhver kallar það rest. Jú mig minnir að það hafi verið af minn. Hann talaði líka um þunna þrettánda. Okkar verður varla þannig nema kannski veðri farið að slá í allan jólamatinn sem er enn afgangs. Samt ekki miklar stórveislur hér hjá okkur, jú nema ein, sem var í ríflegri kantinum.

Daginn fyrir Þorlák var verið daglangt í Keflavíka að umstafla skotkökuskömmum merktu einu símafyrirtæki. Eitthvað of mikið þar á ferð fannst mér. Svo brennt upp í Heiðmörk til að sækja brunamannalaunin sem voru fólitré. Bónin frekar undarleg: "Má taka birkitré?" Skógarvörðurinn hafði aldrei heyrt neitt eins skrýtið og ákvað að við værum bara viðundur sem jú, mættu vel höggva sér birkigrein.

Þorláksmessa með ys og þys út af öllu og engu lang fram á kvöld.
Jólatréð svart skreytt í stofunni. Eðalis fína birkihríslan úr Heiðmörkinni. Ekki allir með svo fínt tré.

Svo kom aðfangadagur. Ég hálf ekki glaður yfir að jólagjöf HK var einhvers staðar að þvælast í Keflavík og UPS ekkert að vinna á aðfangadag. En jú, bara ágætt að þeir hafi fengið frí á aðfangadag eins og maður sjálfur.

Svo tveir jólamatar. Allt of seinn af öllu og fór ekki í neina messu. Svo smá hamborgarhryggur í Selbrekkunni og svo steikt gæs á Urðarstekknum

Svo jóladagur og svo annar í jólum og svo er tíminn að hlaupa frá mér eina ferðina enn. Er að sækja HK í Flugeldasölu í Gufunesbæ. Hrafnhildur á afmæli í kvöld og við þangað á eftir.

Svo er aumingja Gutti að fara yfirum út af öllum þessum sprengingum sem eru alls staðar hér um kring. Skyldi ég bera ábyrgð á þessu?



....

No comments: