Thursday, December 20, 2007

Varðeldur, laufabrauð og biluð tölva

Hk making the fire
Það var eitthvað gert um helgina. Frábært veður á laugardeginum og við HK á leið á Elliðavatn þar sem HK var með landarðahlutverk að kveikja varðeld einn mikinn. Mikil jólastemning þó eitthvað basl hafi verið á okkur að láta spýturnar brenna almennilega en að lokum kviknaði nú ágætlega í þeim. Lesin fyrir okkur saga og svo var það kakó með vöfflu.

Ekki var svo dagurinn endasleppur því það var farið í Kópavoginn á eftir og skorið út laufabrauð af miklum móð!
makint the "bread of leafs"

Þarna má sjá hvar ég er langt kominn með að skera út eina herlega dómkirkju sem heppnaðist þetta líka með ágætum kostum, rétt eins og þessi mynd sem HK tók af herlegheitunum.

...

Svo er nú það helst að tölvuskriflið manns fór eitthvað að hökta í vikunni og harði diskurinn er núna bara spaghettí. Ekki gaman að því. En svo sem ekki mikill skaði þar sem backup mál öryggisstjórans eru ekki alveg í klessu!



....

No comments: