Monday, December 10, 2007

Og það var farið í Fellsmörkur um þarsóðustu helgi...

Búrfell in the morning - Venus and The Moon
Það stóð nú aðallega til að gá hvort Músahúsið stæði undir nafni eða hvort það væri kannski bara fokið um koll!

Það var kvöld. Gúnninn enn eitthvað í bílnum. Stjörnubjart og enginn nema við tveir í allri Fellsmörkunni. Fyrsta verk að opna. Húsið ekki bara orðið múshelt heldur mannhelt líka. Eftir dálítinn þrýsting tókst loksins að opna... og jú... það kom fljótlega úrskurðurinn að húsið teldist loksins múshelt. Engin ummmerki neins staðar eftir neina einustu mús! En hvað var þetta... jú, undir stól, þar var músaskítur og hmmm voru ekki einhverjar leyfar af mús þarna undir stólnum. Hálfétin og ekki mjög geðsleg. Reyndar var svo lítið eftir af henni að hún gat ekki verið neitt verulega ógeðsleg. En hún fékk samt að fljúga út!

Það átti svo að vera einhver saga um þetta, aðallega hina músina sem er hér fyrir neðan sem fannst utflött kramin ofan í einni fötu undir annarri og orðin frekar illa þefjandi. Stór og feit, líklega eftir að hafa étið fyrri músina. En þetta er allt í lagi því þær eru báðar komnar út. Nema sú þriðja hafi verið þarna einhvers staðar...



....

No comments: