Núna ætti manni ekki að verða kalt
Þrátt fyrir annálaðan dugnað í prjónaskap lét ég undan því áðan að endurnýja mína eðalfögru rennilásalopapeysu með að kaupa nýtt eintak... það gamla var sko nebblega komið í hengla á olnbogunum. Þessi nýja er svakaflott en ekki eins og þessi gamla auðvitað enda mesta eðalflík sem um getur. En hún er samt svo sem alveg ágæt. Núna vantar mig reyndar dáltið einhvern handlaginn til að gera við þessa gömlu og þá ætti maður bara tvær.
Sú gamla til vinstri en sú nýja til hægri...
....En nóg um það...
No comments:
Post a Comment