Monday, December 04, 2006

Það er verið að rífa hús hjá mér...

Klink og bank er að hverfa hægt en örugglega, hvort sem manni líkar það betur eða verr...

Klink og Bank

Það er dálítið undarlegt að búa við hliðina á því sem einu sinni eða eiginlega ennþá er kallað Klink og Bank en einhvern tíman áður hýsti Hampiðjuna. Hús sem var kveikt í svona einu sinni í hverri viku í haust. Reyndar stundum á hverju kvöldi. Þá var slökkviliðið orðið fastur gestur hér fyrir utan og löggubílar meira og minna staðsettir á bílastæðinu hér fyrir utan. Núna eru komnar stórar vinnuvélar sem sjá um herlegheitin. Ég fyllist undarlegum tilfinningum en fer svo bara út með myndavélina mína og tek myndir af herlegheitunum.

Ég er ekki viss um hvað mér finnst. Ég sakna Klinks og Banks en ekki sérlega þessum reglubundnu heimsóknum slökkviliðsins síðasta haust. Annars var það bara farið að venjast. Við vorum bara hætt að kippa okkur neitt sérstaklega upp við það að einhverjir útigangsmenn hefðust við í næsta húsi og svo kæmi einhver skríll og kveikti reglulega í öllu saman. Nei það var bara partur af tilverunni að finna mismunandi mikla brunalykt í loftinu á hverjum morgni.

En þetta er dálítið merkilegt að fylgjast með en skiptir kannski ekki svo miklu máli þar sem við sjálf erum á förum héðan eftir ekki svo margar vikur. Húsnæðisleit stendur yfir. Verst að það er ekki lengur hægt að fá inni þarna í gamla Hampiðjuhúsinu. Einhvers staðar verður maður samt að fá að vera í framtíðinni.

En ég er bara ágætlega ánægður með myndirnar. Það er hægt að smella á þessar renningslegu panoramamyndir til að fá þær í alminlegri stærð!


Klink og Bank
Úti í porti eða innaní maganum á Klink og bank...Inside The Klink og  Bank

...hægt að smella á myndirnar til að fá þær risastórar!


Klink og Bank

No comments: