Thursday, November 16, 2006

Lasagna og alls konar

Bara svona eitt og annað

from below
Var eitthvað að fikta í myndavél. Reyndar tók ég þessa undarlega undralegu undirhökumynd af mér einhvern tíman um daginn. En hún er kannski samt allt í lagi. það var sko á mánudaginn að við HK vorum eitthvað að bauka og vitði bara hvað. Við bjúðum okkur til lasagna úr grænmeti. Og það var gott, eiginlega bara ljómandi gott. Reyndar ætlaði ég ekki að skrifa ljómandi heldur eitthvað annað orð sem ég var ekki alveg klár á hvort ætti að vera með y eða bara i svo ég skrifaði bara ljómandi í staðinn því ég er nefnilega nokkuð viss um að það er ekki y í ljómandi. Ljómandy er svona eiginlega eitthvað sem kemur ekki til greina.

En þetta er nú bara svona bull en lasagnað var eldað með pompiog og prakt...

En ég gæti líka bloggað eitthvað um hitastigið hérna. Ef þetta heldur svona áfram hér á Laugaveginum þá fer að frjósa vatn í leiðslum í íbúðinni. Þá verður ekki lengur vatn í krönunum og þá verður maður að fara að drekka viskí í staðinn fyrir vatn. Og svo frýs það eflaust líka eða þá kannski að það klárast. Hver veit hvað.

Núna er maður sem sagt kominn í þykkustu lopapeysuna og dúnúlpan komin upp í hugann. Spurning hvort maður sofi í vetrarsvefnpokanum í nótt. Jæja, það er kostur að fljótlega flytur maður héðan. Kannski í VE-25. það endar þannig ef ekkert verður að gert.

En svo mætti líka alveg blogga eitthvað um það þegar Sigurjón og frændsystkinin voru hérna um daginn í vatnslitum og lummum. Það var ekki leiðinlegt að gera svoleis!
Almarur og Svanhildurur Ýrur
Almarinn með lummurnar og Svanhildur Ýrin með brauðmetið. Alveg ögilega gott allt saman
Hk og hennar bræðrabörn
Og svo gerðum við þetta okkur að góðu en það varð að hafa hraðann á því þetta kvöld var farið á HSSR árshátíð en áður en af því gat orðið var búið að ákveða að fara í dödó. Sigurjón keyrði HK og krakkana í Kópavoginn þar sem þau tóku strætó til afans og ömmunnar og svo kom ég og sótti HK þannig að við kæmumst á árshátíð í tæka tíð. Já, þetta var þarna einhvern tíman um daginn.



No comments: