Það var kvöldganga í gærkveldi
Isspiss, við þurftum ekkert að fara í þennan Reykjadal til að fara í göngutúr, þegar Heiðmörkin var við bæjardyrnar. Við vorum þrjú saman eða svo héldum við þangað til annað kom í ljós.
Það var ákveðið að leggja af stað strax eftir vinnu og auðvitað fjölmenna. Eitthvað fækkaði þó og eitthvað dróst þetta á langinn að komast af stað. Á endanum vorum við alveg þrjú sem ætluðum að fara og sakir skóleysis Örnujeppans og síðan almenns kæruleysis var ákveðið að stefna bara upp í Heiðkmörk og þar á Búrfellsgjá. Svo voru allir orðnir eitthvað svangir og þar sem það er óhugsandi að fara í góðan göngutúr með garnirnar gaulandi var eitthvað snætt áður og svo var bara farið af staðð eitthvað klukkan að verða níu eða þar um bil. Nei ekki alveg svo mikið.
Eftir langa króka fannst loksins Heiðmörk og þar var snjór en auðvitað ekki of mikill fyrir Ventó sem var sá eini farskjótanna sem var kominn í sæmilega skó. Og svo var loksins komið þar sem Búrfellsgjá byrjar. Þar reyndist hins vegar vera hið mesta myrkur þannig að erfitt var að átta sig á staðháttum. Einhver áhöld eru jafnvel um að gjáin hafi verið að færa sig en það skipti svo sem ekkert öllu máli því það var farið í fínan göngutúr. Sagðar sögur, rætt um mannheima og draugheima.
Svo einhvern tíman var komið til baka í bílinn. Þá var hafist handa við að mynda okkur myndarleg. Það gekk ágætlega. Fyrst var þetta bara svona eitthvað uppstillt mynd en síðan þóttumst við ætla að búa til draugagang á myndina. Eins og það væri eitthað nauðsynlegt... held ekki. Það var einhver smávaxinn með okkur!
....En hvað var þar á sveimi veit ég ekki svo gjörla...
No comments:
Post a Comment