Það var farið austur fyrir Fjall og reyndar lengra í austur...
Hvers konar sunnudagur er það þegar maður og kona vakna fyrir allar aldir - mér er spurn. Það gæti verið ef fara á í ferðalag í dagsbirtu um miðjan vetur. Við hefðum alveg getað vaknað svona snemma en það var bara mikið meira gaman að vera dálítið seinn af stað. Fyrirheitið var að leggja af stað klukkan 10 eða það minnir mig. Úr því við ætluðum að leggja svona seint af stað eða þannig var alveg ákveðið að vera ekkert að drolla heldur leggja af stað á tilsettum tíma. Það gekk eftir og ég held við höfum komist út fyrir bæjarmörkin einhvern tíman um ellefu leytið... vá - ég var næstum búinn að skrifa leitið svona eða gera grín að viljandi stafsetningarvillu með "y"... ég þarf að fara að rifja upp það sem Dunnar Gal kennti mér hér í dentíð... og, jú rifja er rétt en ég þurfti að kíkja til að vera alveg viss!Það var sem sagt farið austur í Fellsmörk þar sem fegurðin ein ríkir ef ráðherrann og einhver annar leyfir. Ég brójinn Gúnni og HK meðferðis. Ventó var alveg gallvaskur sló ekki af fyrr en komið var á Hvolsvöll. Þar voru snæddar eðalpulsur og ein frönsk kattletta eða svo. Svo var brunað áfram.
Það datt á dúnalogn þegar komið var austur þar og þrátt fyrir skotbann á svæðinu var skotið í allar áttir. Minn nebblega undirbjó panoramamyndagerð á meðan Gúnninn reyndi að bjarga einhverjum biluðum mælaskömmum uppi á jökli. En það er ekkert hægt að lækna mæla í gegnum síma og við fórum því bara áfram inneftir... Panoramamyndin er annars bara nokkuð ágæt eftir að ég varð mér úti um nýtt og öflugra forrit til að gera svoleis myndir. Með að smella á renninginn hér að neðan er hægt að fá upp stærðarinnar panoramaborða yfir hálfan skjáinn eða svo!
Við vorum ekki að fara í neina hroðalega erindisleysu heldur var þetta stórmerkur könnunarleiðangur til að sjá hvort húsið bæri nafn með rentum eða væri bara að þykjast. Músahúsið kolféll og engar mýs sjáanlegar... en það var sko tilgangurinn að reka þær út ef einhverjar væru og loka eins og einu þekktu músagati. Mikil gleði ríkti í hópnum og var því bara sest að snæðingi. Það var alls kyns, helt upp á kaffi og alles.
Svo var prílað upp á stiga og gatinu lokað. Ekki var maður nú bundinn í línu þó hugsanlegt fall hafi verið alveg eitthvað á annan metra. Enda annálað hreystimaður sem maður er. HK mundaði ynidvélina af miklum móð og náði mér bara nokk vel verð ég að segja.
Svo var bara farið heimleiðis enda fljótlega komið myrkur í Fellsmörkinni góðu.
Þetta var annars fín helgi. Jólagleði Skýrrara á föstudagskvöldi og síðan árshátíð JÖRFÍ sem ég rétt kíkti á með göngutúr á eftir.
Dúllan Svanhildr Ýr átti svo ammimæli á laugardeginum (eða reyndar var hún þá bara að halda upp á það) og þangað var steðjað á laugardegi og þangað var auðvitað mætt með pompi og prakt!
....
No comments:
Post a Comment