Thursday, January 12, 2006

Líklega ætti maður að blogga aðeins meira

Hef nefnilega verið að fatta að það er stundum dálítið gaman að skoða manns eigið gamalblogg. Svona eins og að geta séð hvað maður var að gera fyrir einu ári eða svo. T.d. að fyrir nákvæmlega einu ári fór ég mikinn yfir því að Umhverfisráðuneytið skyldi áfrýja til Hæstaréttar dómi um að Álver í Reyðarfirði skyldi í nýtt umhverfismat. Nú svo voru þarna einhverjar dularfullar pælingar um hvernig ég panta mér pulsu.

Jeg held nefnilega enga dagbók af viti nema þessa hér á vefnum og það getur verið gaman þegar ekkert er að gera að skoða hana. Núna er annars alveg fullt að gerast og ekki neinn einasti tími fyrir hangs við blogglestur. T.d. var í gærkveldi farið á skíði eða það stóð a.m.k. til. Við HK fórum upp í Heiðmörk. Ég á eldgömlum brautarskíðum þar sem ég treysti ekki alveg snjónum og tímdi ekki nýju eðal Fischer E99 skíðunum mínum enda enn sem komið er ekki mikið af rispum á þeim. Nú við komumst í hríðarbyl upp í Heiðmörk. Ég hafði áhyggjur á leiðinni af því að við myndum festa Ventó ræfilinn í einhverjum skafli en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Á leið niður fyrstu brekkuna áttaði ég mig á að ekki var þetta allt að gera sig. Það voru steinvölur upp úr hér og hvar og maður eiginlega bara stoppaði á leiðinni niður. Ákveðið var að hlífa okkur og kannski sérstaklega skíðunum hennar Hrafnhildar við þessum ósköpum en í staðinn farinn vandretúr án skíðanna um Mörkina. Var það bara meget fínt.

Þegar heim var komið var eitthvað af afrakstri kvöldsins af myndadóti sett á vefinn. En ég komst í skönnunarham og fann m.a. þessa mynd hér af óþekktum strák á gömluborgartorginu í Prag frá 1989. Gaman að því!
Praha 1989


Núbbs. Skyldan kallar en einhvern tíman verður bloggað eitthvað meira eins og um tónleikabröld og gleði síðustu helgar sem er í frásögur færandi.

No comments: